Áhrifavaldur á Instagram fannst látinn í ferðatösku á heimili sínu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 15:10 Auk þess að vera áhrifavaldur á Instagram og nýútskrifaður læknir hélt Karaglanova úti vinsælu ferðabloggi og með þúsundir áskrifenda. Instagram Ekaterina Karaglanova, 24 ára rússnesk kona, sem starfaði sem áhrifavaldur á Instagram, fannst látin á heimili sínu á föstudag. Lögregla fékk leyfi leigusala hinnar látnu til að brjótast inn í íbúð hennar eftir að fjölskylda hennar tilkynnti um hvarf hennar.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að lögreglan hafi síðan fundið lík Karaglanovu í ferðatösku á ganginum. Konan reyndist vera með nokkur stungusár auk þess sem hún hafði verið skorin á háls. Faðir hennar vildi að hringt yrði á sjúkrabíl en lögreglan sagði að þess gerðist ekki þörf því dóttir hans væri því miður látin. Karaglanova var með 85.000 fylgjendur á Instagram og hafði nýlega útskrifast sem læknir með sérhæfingu í húðlækningum. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli í heimalandi sínu því hún þykir nauðalík bresku leikkonunni Audrey Hepburn en Karaglanova birti sjálf nokkrar myndir af Hepburn á Instagram-síðu sína. Fjölskylda Karaglanovu ákvað að hafa samband við lögreglu þegar ekkert hafði spurst til hennar í nokkra daga. View this post on InstagramБывает такое состояние, когда не хочется ни длинных постов , ни философских рассуждений. Просто пишешь «Охуенно» и бежишь жить дальше #santorini#santorinigreece#travellife#beautifulgirls #travellifestyle#travelaroundtheworld#travelworld#travelblog#travelgram#travellifestyle#andronisboutiquehotel#andronisexclusive#magicsantorini#Kati_travels A post shared by Kati K. (@katti_loves_life) on Jun 23, 2019 at 8:32am PDT Lögreglan telur mögulegt afbrýðisamur fyrrverandi kærasti sé ábyrgur fyrir morðinu á Karaglanovu því til hans sást á eftirlitsmyndavélum nokkrum dögum fyrir hvarfið. Karaglanova hafði nýlega kynnst öðrum manni og þau tilkynnt um ástarsamband sitt. Karaglanova og nýi kærastinn voru búin að skipuleggja ferðalag til Hollands og ætluðu að halda upp á afmælisdaginn hennar sem reyndar er í dag. Auk þess að vera áhrifavaldur á Instagram og nýútskrifaður læknir hélt Karaglanova úti vinsælu ferðabloggi og með þúsundir áskrifenda. Í síðustu Instagram-færslu sem hún skrifaði birti hún ljósmynd af grísku eyjunni Corfu. Undir ljósmyndina skrifaði hún að henni fyndist gaman að ferðast mikið. Best væri að dvelja í hverju landi í 3-5 daga. Rússland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Ekaterina Karaglanova, 24 ára rússnesk kona, sem starfaði sem áhrifavaldur á Instagram, fannst látin á heimili sínu á föstudag. Lögregla fékk leyfi leigusala hinnar látnu til að brjótast inn í íbúð hennar eftir að fjölskylda hennar tilkynnti um hvarf hennar.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að lögreglan hafi síðan fundið lík Karaglanovu í ferðatösku á ganginum. Konan reyndist vera með nokkur stungusár auk þess sem hún hafði verið skorin á háls. Faðir hennar vildi að hringt yrði á sjúkrabíl en lögreglan sagði að þess gerðist ekki þörf því dóttir hans væri því miður látin. Karaglanova var með 85.000 fylgjendur á Instagram og hafði nýlega útskrifast sem læknir með sérhæfingu í húðlækningum. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli í heimalandi sínu því hún þykir nauðalík bresku leikkonunni Audrey Hepburn en Karaglanova birti sjálf nokkrar myndir af Hepburn á Instagram-síðu sína. Fjölskylda Karaglanovu ákvað að hafa samband við lögreglu þegar ekkert hafði spurst til hennar í nokkra daga. View this post on InstagramБывает такое состояние, когда не хочется ни длинных постов , ни философских рассуждений. Просто пишешь «Охуенно» и бежишь жить дальше #santorini#santorinigreece#travellife#beautifulgirls #travellifestyle#travelaroundtheworld#travelworld#travelblog#travelgram#travellifestyle#andronisboutiquehotel#andronisexclusive#magicsantorini#Kati_travels A post shared by Kati K. (@katti_loves_life) on Jun 23, 2019 at 8:32am PDT Lögreglan telur mögulegt afbrýðisamur fyrrverandi kærasti sé ábyrgur fyrir morðinu á Karaglanovu því til hans sást á eftirlitsmyndavélum nokkrum dögum fyrir hvarfið. Karaglanova hafði nýlega kynnst öðrum manni og þau tilkynnt um ástarsamband sitt. Karaglanova og nýi kærastinn voru búin að skipuleggja ferðalag til Hollands og ætluðu að halda upp á afmælisdaginn hennar sem reyndar er í dag. Auk þess að vera áhrifavaldur á Instagram og nýútskrifaður læknir hélt Karaglanova úti vinsælu ferðabloggi og með þúsundir áskrifenda. Í síðustu Instagram-færslu sem hún skrifaði birti hún ljósmynd af grísku eyjunni Corfu. Undir ljósmyndina skrifaði hún að henni fyndist gaman að ferðast mikið. Best væri að dvelja í hverju landi í 3-5 daga.
Rússland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira