Banaslys nærri Húnaveri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 09:55 Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vísir Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver í gærkvöldi. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og valt mörgum sinnum neðst í Botnastaðabrekku, stundum nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi og Lögreglan á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar en TF-LÍF hélt norður á slysavettvang rétt upp úr tíu í gærkvöldi og sótti manninn, sem var alvarlega slasaður, til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.Þjóðveginum um Langadal var lokað að beiðni lögreglu á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Ökumaðurinn sem lést í slysinu er með erlent ríkisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slysavettvang í dag og því verður veginum lokað eftir klukkan tíu í dag. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfallsveg til Sauðárkróks. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Blönduós Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals skammt vestan við Húnaver í gærkvöldi. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og valt mörgum sinnum neðst í Botnastaðabrekku, stundum nefnd Bólstaðarhlíðarbrekka. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi og Lögreglan á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar en TF-LÍF hélt norður á slysavettvang rétt upp úr tíu í gærkvöldi og sótti manninn, sem var alvarlega slasaður, til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Rétt um kl.22.00 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning þess efnis að umferðarslys hefði orðið á þjóðvegi 1 um Langadal.Þjóðveginum um Langadal var lokað að beiðni lögreglu á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir. Ökumaðurinn sem lést í slysinu er með erlent ríkisfang. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar slysavettvang í dag og því verður veginum lokað eftir klukkan tíu í dag. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Svínvetningabraut og Skagastrandarveg og Þverárfallsveg til Sauðárkróks. Þetta er fyrsta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014.
Blönduós Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys nærri Húnaveri Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna á Blönduósi og lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálf tíu í kvöld um alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduós. 23. apríl 2019 22:20