Sýrlendingum stefnt norður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. janúar 2019 08:15 Sveitarstjórn Blönduóss með Valdimari O. Hermannssyni sveitarstjóra sem er fjórði frá vinstri. Húsnæðisskortur er nú í sveitarfélaginu. Mynd/Blönduósbær „Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Við erum búin að lýsa yfir vilja til að skoða málið jákvætt en erum með dálítið stóran fyrirvara um húsnæðismál þar sem hér er þröngt um húsnæði eins og er þó að mikið sé í byggingu,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóss. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því við sveitarstjórn Blönduósbæjar að sveitarfélagið taki á móti um 25 sýrlenskum flóttamönnum á þessu ári. Sveitarstjórnarfólk þar hefur að undanförnu haft málið til skoðunar. Nú fyrir helgi sendi Valdimar bæjarstjóri ráðuneytinu erindi þar sem hann óskar nánari upplýsinga um málið, meðal annars um samsetningu hópsins og tímasetningar. „Þannig að við erum kannski svolítið að kaupa okkur tíma til að skoða það til hlítar,“ útskýrir hann. Að sögn Valdimars er sú hugmynd nú uppi að um 50 Sýrlendingum sem eru fjölskyldufólk verði skipt til helminga á Hvammstanga og á Blönduós sem síðan gæti jafnvel verið í samstarfi við Skagaströnd þar sem eitthvað sé af lausu húsnæði. „Ráðuneytið er að bjóða mjög víðtækan stuðning í eitt ár en eftir það ætti fólkið að vera komið í vinnu eða inn á einhvers konar bótakerfi,“ segir hann. Blönduós hefur áður tekið á móti flóttafólki. Það var fyrir um tuttugu árum þegar þangað kom fólk sem flúði stríðsátökin á Balkanskaga. „Þeir stoppuðu reyndar ekki lengi. Það hafði ekkert út á staðinn að setja heldur fóru sumir til baka til síns heima þegar stríðinu lauk og aðrir fluttu til Reykjavíkur og hefur sumum vegnað þar mjög vel,“ segir Valdimar. Bæjarstjórinn kveður meirihluta Blönduósinga jákvæðan gagnvart því að taka á móti nýjum hópi. Það sitji í sumum að mikil vinna hafi verið lögð í að taka á móti flóttafólkinu á sínum tíma en það síðan bara verið farið einn daginn. „Sumir spyrja sig hvort þetta fólk sé komið til að vera eða bara til að bíða af sér einhvern storm,“ segir hann. Hópur frá velferðarráðuneytinu og Rauða krossinum fór utan og hefur valið þá sem hingað koma í vor. Auk áðurnefndra fimmtíu sem allir tilheyra fjölskyldum segir Valdimar ráðgert að 25 einstaklingar sem komi víðar að verði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Varðandi möguleika flóttafólksins til atvinnu segir Valdimar Blönduós vera vaxtarsvæði. „Það hefur verið skortur á fólki í þjónustustörf, umönnunarstörf og tæknistörf í kring um gagnaverið,“ segir hann og vísar til gagnvers Borealis Data Center sem hefur verið í byggingu utan við Blönduós frá því í fyrrasumar. „Það vantar líka hér á verkstæðin; vélvirkja og iðnaðarmenn alls konar.“ Vandamálið er hins vegar húsnæðisskortur sem fyrr segir. Sveitarfélagið sé með fimm hæða íbúðablokk í byggingu en hún verði ekki tilbúin fyrr en eftir 12 til 14 mánuði. „Við erum að ýta við byggingaverktökum sem hafa verið uppteknir við gagnaverið. Við vorum með sérstaka afslætti á lóðum og nú snúa þeir sér að því að byggja hús á þeim,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Sýrland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira