Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 16:41 Ragnar Þór er ekki sáttur við skrif margra fjölmiðla í aðdraganda kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“ Kjaramál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“
Kjaramál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira