Segir fólk fá lægri greiðslur úr lífeyrissjóðum þar sem konur eru í meirihluta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2018 19:00 Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira