Innlent

Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Töluverð hætta er á að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum og komi fölsuðum lyfjum í umferð. Sérfræðingur segir dæmi um að fólk hafi látið lífið neyslu slíkra lyfja sem það keypti á netinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 

Við kíktum á sérstakan fund Sjálfstæðismanna sem fór fram í dag þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Flokkurinn ætlar að leita í ræturnar og engin breyting verður á stefnu flokksins þrátt fyrir fylgistap.

Rauði krossinn leitar nú að nýrri staðsetningu fyrir neyslurýmið Ylju vegna framkvæmda í grenndinni við núverandi staðsetningu. Rýmið er nú opið líka á laugardögum, sem hingað til hefur ekki verið í boði.

Við verðum í beinni útsendingu frá frumsýninu íslenska dansflokksins á splunkunýrri sýningu og förum yfir allt það helsta í enska boltanum og Bónus-deildinni í sportpakkanum. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×