Kvöldfréttir

Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra ó­sátt með tolla og pólfarar á Húsa­vík

Fimmtán prósent tollar Bandaríkjanna á vörur innfluttar frá Íslandi taka gildi á morgun og atvinnurekendur lýsa áhyggjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar og rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem segir vonbrigðum með einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollana.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­stafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjald­séðum slóðum

Ráðherra ferðamála segir til alvarlegrar skoðunar að hafa mannaðar vaktir við Reynisfjöru þegar aðstæður eru hættulegar í fjörunni. Ákveðið hefur verið að gera frekari varúðarráðstafanir á svæðinu í kjölfar banaslyssins um helgina en í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við landeiganda og ráðherra vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Síðustu þrjú bana­slys orðið á sama stað við sömu að­stæður

Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni á undan. Þetta segir landeigandi en skoða á eftir helgi hvernig grípa megi til frekari öryggisráðstafana. Rætt verður við Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúa Landsbjargar í beinni útsendingu í fréttatímanum um slysið.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar við Þjórs­á æfir og þrumu­veður um Versló

Íbúar við Þjórsá lýsa þungum áhyggjum af fyrirætlunum Landsvirkjunar um að sækja aftur um virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Við fjöllum um deiluna í kvöldfréttum og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, mætir í myndver og svarar gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Versta sviðs­myndin, galið greiðslu­mat og ó­væntur fundur

Versta sviðsmynd hungursneyðar er að raungerast á Gaza samkvæmt nýrri skýrslu. Alþjóðasamfélagið beitir auknum þrýstingi og Bretar ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu ef Ísraelar bregðast ekki við ástandinu. Í kvöldfréttum Sýnar sjáum við sláandi myndir frá Gaza og heyrum frá forsætisráðherra Bretlands sem stóð fyrir blaðamannafundi nú síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

„Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu

Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða gjösamlega þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópu á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast, og að forsætisráðherra gangi á bak orða sinna um Evrópusambandsmál fyrir kosningar. Utanríkismálanefnd kom saman í dag í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Leik­rit ríkis­stjórnarinnar og hnífa­maður flúði í strætó

Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Fjallað verður um málið, og rætt við stjórnmálafræðiprófessor í beinni útsendingu. 

Innlent
Fréttamynd

Mál­sókn Grind­víkinga, heimóttarskapur og heim­koma í beinni

Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Sýnar og ræðum meðal annars við eiganda gistihúss sem segir nýjustu lokanir í bænum hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þá verðum við í beinni með sérfræðingi á Veðurstofunni vegna mikillar gosmengunar sem búist er við á morgun á suðvesturhorninu.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæli, sviknir strandveiðimenn og hættu­legar falsaðar töflur

Grindvíkingar lokuðu veginum að Bláa Lóninu í dag og mótmæltu lokun bæjarins. Við fylgjumst með mótmælunum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í íbúum sem segja að gosið við Sundhnúksgíga ógni bænum ekki. Þá heyrum við einnig í lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem liggur undir mikilli gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Gos í beinni, ó­sáttir Grind­víkingar og í­búum drekkt í steypu

Enn gýs úr tveimur sprungum við Sundhnúksgígaröðina þar sem eldgos hófst um klukkan fjögur í nótt eftir mikla skjálftavirkni. Töluverður kraftur er í gosinu sem þykir fallegt að sjá. Í kvöldfréttum Sýnar verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sjáum magnaðar myndir.

Innlent