Innlent

Of­beldi gegn lög­reglu­mönnum magnast og bar­áttan hafin um Fram­sókn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Fjöldi ofbeldisbrota gegn lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi og kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum.

Allra augu eru á Grænlandi vegna hótana Trumps um yfirtöku. Grænlenska landsstjórnin segir að búa þurfi þjóðina undir innrás í samvinnu við aðrar þjóðir þrátt fyrir að henni þyki ósennilegt að ráðist verði inn í Grænland með hervaldi. Við förum yfir þróunina og heyrum í forsætisráðherra.

Baráttan um Framsókn er nú formlega hafin en Ingibjörg Isaksen reið á vaðið í morgun og lýsti sig reiðubúna til að leiða flokkinn inn í framtíðina. Tveir aðrir liggja undir feldi. Við ræðum við stjórnmálafræðing um baráttuna sem er á bakvið tjöldin.

Heilmikið erum meiðsli vegna hálku. Við verðum í beinni útsendingu frá slysadeild og ræðum við lækni eftir annasaman dag.

Þá skellum við okkur á útboðsþing, sýnum myndefni frá Norðfirði þar sem fyrsta loðnan var veidd, sem þykir einkar fögur. Þá virðum við fyrir okkur heilmikið sjónarspil; græn og rauð norðurljós sem dönsuðu á himni í gærkvöldi.

Í sportinu færum við áhorfendum stemninguna frá EM í handbolta beint í æð enda er leikdagur í dag og ríkir gríðarleg spenna. Ísland keppir við Ungverjaland í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni en liðið á harma að hefna. Og í Íslandi í dag verðum við á andlegum nótum og hittum Önnu Birtu Lionaraki sem segist geta fundið lykt af sjúkdómum og heyrt hugsanir.

Þetta og fjölmargt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×