Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2026 11:41 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á sérstökum aukafundi að frumkvæði Íslands til að fjalla um alvarlega stöðu mannréttinda í Íran í kjölfar víðtækra mótmæla í landinu undanfarið. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Ísland hafi leitt ákall um aukafundinn í samstarfi við kjarnahóp ríkja sem leiða árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Íran. Fundurinn fari fram 23. janúar næstkomandi klukkan 14 að staðartíma í Genf. Hefur áhyggjur af skelfilegu ástandi „Ég hef miklar áhyggjur af því skelfilega ástandi sem ríkir í Íran og fordæmi harðlega dráp stjórnvalda á mótmælendum. Þessi aukafundur mannréttindaráðsins sendir skýr skilaboð til yfirvalda í Íran um að alþjóðasamfélagið hafni afdráttarlaust því gegndarlausa ofbeldi sem almenningur hefur mátt sæta fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt til friðsamlegra mótmæla. Þessu ofbeldi verður að linna og það strax,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Þá segir að umfangsmikil mótmæli hafi staðið yfir í Íran frá því fyrir áramót og trúverðugar heimildir hermi að þúsundir hafi látið þar lífið í harkalegum aðgerðum stjórnvalda við að kveða niður mótmælin. „Erfitt er að afla frekari upplýsinga þar sem stjórnvöld hafa takmarkað aðgang almennings að neti og símasambandi í landinu. Fjölmörg hafa verið handtekin og hafa borist fréttir af því að mótmælendur hafi verið dæmdir til dauða. Bent hefur verið á að ástandið í landinu sé umtalsvert verra en þegar ráðið kallaði síðast til aukafundar um Íran haustið 2022. Hópur frjálsra félagasamtaka sendi frá sér sérstakt ákall um aukafund ráðsins föstudaginn 16. janúar síðastliðinn.“ Ísland verið í forystu undanfarin ár Ísland hafi verið í forystu hvað varðar málefni Írans í mannréttindaráðinu síðustu ár. Frá árinu 2021 hafi Ísland leitt vinnu við ályktun sem tryggir endurnýjun umboðs sérstaks skýrslugjafa um stöðu mannréttinda í Íran. Í kjarnahópi ríkja um ályktunina sitji, auk Íslands, Þýskaland, Bretland, Moldóva og Norður-Makedónía. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mótmælaalda í Íran Íran Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Ísland hafi leitt ákall um aukafundinn í samstarfi við kjarnahóp ríkja sem leiða árlega ályktun um stöðu mannréttinda í Íran. Fundurinn fari fram 23. janúar næstkomandi klukkan 14 að staðartíma í Genf. Hefur áhyggjur af skelfilegu ástandi „Ég hef miklar áhyggjur af því skelfilega ástandi sem ríkir í Íran og fordæmi harðlega dráp stjórnvalda á mótmælendum. Þessi aukafundur mannréttindaráðsins sendir skýr skilaboð til yfirvalda í Íran um að alþjóðasamfélagið hafni afdráttarlaust því gegndarlausa ofbeldi sem almenningur hefur mátt sæta fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt til friðsamlegra mótmæla. Þessu ofbeldi verður að linna og það strax,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Þá segir að umfangsmikil mótmæli hafi staðið yfir í Íran frá því fyrir áramót og trúverðugar heimildir hermi að þúsundir hafi látið þar lífið í harkalegum aðgerðum stjórnvalda við að kveða niður mótmælin. „Erfitt er að afla frekari upplýsinga þar sem stjórnvöld hafa takmarkað aðgang almennings að neti og símasambandi í landinu. Fjölmörg hafa verið handtekin og hafa borist fréttir af því að mótmælendur hafi verið dæmdir til dauða. Bent hefur verið á að ástandið í landinu sé umtalsvert verra en þegar ráðið kallaði síðast til aukafundar um Íran haustið 2022. Hópur frjálsra félagasamtaka sendi frá sér sérstakt ákall um aukafund ráðsins föstudaginn 16. janúar síðastliðinn.“ Ísland verið í forystu undanfarin ár Ísland hafi verið í forystu hvað varðar málefni Írans í mannréttindaráðinu síðustu ár. Frá árinu 2021 hafi Ísland leitt vinnu við ályktun sem tryggir endurnýjun umboðs sérstaks skýrslugjafa um stöðu mannréttinda í Íran. Í kjarnahópi ríkja um ályktunina sitji, auk Íslands, Þýskaland, Bretland, Moldóva og Norður-Makedónía.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mótmælaalda í Íran Íran Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Sjá meira