Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir hópárás

Agnar Már Másson skrifar
Viðbragðsaðilar höfðu í nægu að snúast í nótt.
Viðbragðsaðilar höfðu í nægu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla var í nótt kölluð til vegna líkamsárásar á höfuðborgarsvæðinu en þar höfðu nokkrir menn ráðist á einn. Þolandi var fluttur á slysadeild.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglu en fleira kemur ekki fram um málið en margt var um líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Alls gistu sex manns í fangaklefum lögreglunnar. Þá var fjöldi fólks stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×