Sykurmolar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 31. júlí 2018 08:35 ,,Hvað þér skynjið umhverfið á skringlegan hátt,” segir eistneski ferðalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu. ,,Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið,” segir hann, ,,hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér, á því er enginn vafi.” Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi honum frá dvöl minni í föðurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið með með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallinn niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn.Mér kom í hug þetta ljóð Braga Ólafssonar, Vegfarendur (Klínk, 1995), við lestur á kveðju sem Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands sendi mér í Fréttablaðinu á dögunum, þar sem hann rakti meðal annars fyrir mig nokkrar greinar úr VIII. kafla Stjórnarskrár Lýðveldsins Póllands, um dómstóla. Rétt eins og hjá vegfarendum Braga Ólafssonar fór fundur okkar Gerards á síðum Fréttablaðsins fram í mestu vinsemd. Og rétt eins eistneski ferðlangurinn finn ég mig knúinn til þess að endurgjalda Gerard hjálpsemina og frásögnina um pólsku stjórnarskránna með því að segja honum frá lögum og reglum sem gilda um skipan dómsvalds á Íslandi. Stjórnarskrá lýðveldsins Íslands nr. 33/1944 2. gr. … . Dómendur fara með dómsvaldið.59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum. 70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/19946. gr. [Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.] 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum.Lög um dómstóla nr. 50/2016. Ákvæði til bráðabirgða. IV. … Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Og að því sögðu hvarflar hugurinn aftur til Braga Ólafssonar og orða sem Einar Örn Benediktsson gerði ódauðleg í Rokk í Reykjavík:Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Tengdar fréttir Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 27. júlí 2018 07:00 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
,,Hvað þér skynjið umhverfið á skringlegan hátt,” segir eistneski ferðalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjórðung að lýsa fyrir leiðinni frá Ingólfsstræti að Nönnugötu. ,,Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið,” segir hann, ,,hafið þér gert yðar besta til að liðsinna mér, á því er enginn vafi.” Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi honum frá dvöl minni í föðurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið með með því að rekja fyrir mér stystu leiðina frá ráðhústorginu í Tallinn niður á ferjubryggjuna við Kirjálabotn.Mér kom í hug þetta ljóð Braga Ólafssonar, Vegfarendur (Klínk, 1995), við lestur á kveðju sem Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands sendi mér í Fréttablaðinu á dögunum, þar sem hann rakti meðal annars fyrir mig nokkrar greinar úr VIII. kafla Stjórnarskrár Lýðveldsins Póllands, um dómstóla. Rétt eins og hjá vegfarendum Braga Ólafssonar fór fundur okkar Gerards á síðum Fréttablaðsins fram í mestu vinsemd. Og rétt eins eistneski ferðlangurinn finn ég mig knúinn til þess að endurgjalda Gerard hjálpsemina og frásögnina um pólsku stjórnarskránna með því að segja honum frá lögum og reglum sem gilda um skipan dómsvalds á Íslandi. Stjórnarskrá lýðveldsins Íslands nr. 33/1944 2. gr. … . Dómendur fara með dómsvaldið.59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum. 70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/19946. gr. [Réttur til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.] 1. Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Sé skipan hans ákveðin með lögum.Lög um dómstóla nr. 50/2016. Ákvæði til bráðabirgða. IV. … Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Og að því sögðu hvarflar hugurinn aftur til Braga Ólafssonar og orða sem Einar Örn Benediktsson gerði ódauðleg í Rokk í Reykjavík:Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 27. júlí 2018 07:00
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar