Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 Bílaleigubílar við Bláa lónið. Vísir/Hanna Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Bílaleigur geta ekki velt hraðasektum á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar út í verðlagið komi til þess að ný umferðarlög verði samþykkt óbreytt. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Breytt fyrirkomulag innheimtu hraðasekta úr öryggismyndavélum gæti kostað bílaleigur hundruð milljóna. Í upphafi árs voru lögð fram drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Þar er gert ráð fyrir að eigandi ökutækis muni bera hlutlæga ábyrgð á hraðasektum sem stofnast við brot sem hraðamyndavélar mynda. Ábyrgðin er takmörkuð við að ekki stofnist punktar í ökuferilsskrá ökumanns. Uppfærð útgáfa frumvarpsdraganna var birt fyrir helgi og hefur þar verið tekið tillit til ýmissa athugasemda hagsmunaaðila. Hlutlæga ábyrgðin er ekki þar á meðal.Sjá einnig: Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektirJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.„Okkar áhyggjur stafa fyrst og fremst af því að það er bílaleigunum erfitt, nær ómögulegt, að innheimta sektina hjá þeim brotlega. Menn halda stundum að bílaleigur geti rukkað sektina eftir á af korti leigutaka en kortaskilmálar gera það að verkum að sá getur hafnað henni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Við teljum óeðlilegt að bílaleigur séu gerðar ábyrgar fyrir hegðun sinna kúnna og sitji uppi með kostnað sem þær hafa ekki möguleika á að innheimta,“ segir Jóhannes. Í Fréttablaðinu í nóvember 2017 var sagt frá því að um 20-25 prósent hraðasekta hér á landi innheimtust ekki. Langstærstan hluta þess má rekja til erlendra ferðamanna. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar kom fram að útistandandi sektir í febrúarlok þessa árs námu rúmum 633 milljónum, þar af stofnuðust rúmar 200 milljónir árið 2017. Sektir vegna umferðarbrota hækkuðu svo 1. maí. „Það má gera ráð fyrir að talan muni hækka. Verði þetta óbreytt að lögum mun þetta hafa mjög íþyngjandi áhrif á rekstur bílaleiga,“ segir Jóhannes. „Við erum eitt dýrasta ferðamannaland í heimi vegna gengis- og launaþróunar. Bílaleigur geta ekki, ekki frekar en annar rekstur, endalaust velt hækkunum út í verðlagið. Sá tími er liðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Aðeins um helmingur ferðamanna sem myndast í hraðamyndavélum landsins greiðir sektir sínar. Fjöldi slíkra mynda sem teknar eru hefur margfaldast á síðustu árum. 9. nóvember 2017 07:00
Sala á nýjum bílum dróst saman um 4 prósent Sala á nýjum bílum hér á landi dróst saman um rúmlega fjögur prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Formaður Bílgreinasambandsins telur að jafnvægi í hagkerfinu og minni vöxtur í ferðaþjónustu skýri samdráttinn. Athygli vekur að af nýjum bílum er mest selt af díselbílum. 2. maí 2018 18:30
Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15