Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Verði tillögurnar að lögum mun eigandi bifreiðar þurfa að borga sektina ef ekki stofnast punktar í ökuferilsskrá vegna hennar. Vísir/Pjetur Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) og Samtök atvinnulífsins (SA) gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á umferðarlögum sem gerir ráð fyrir hlutlægri ábyrgð vegna hraðaksturs sem myndaður er af hraðamyndavélum. Breytingin gæti haft umtalsverðan kostnað í för með sér fyrir bílaleigur landsins. Drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok febrúar. Meðal nýmæla sem lögð eru til er að sekta skráðan eiganda ökutækis ef bíl hans er ekið yfir hámarkshraða eða gegn rauðu ljósi og slíkt brot er fest á filmu af löggæslumyndavél. Það verður skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að hraðinn sé ekki slíkur að punktar stofnist í ökuferilsskrá ökumannsins. Umrætt ákvæði var einnig í frumvarpi til umferðarlaga 2010 en það náði ekki fram að ganga. Hinn 9. nóvember í fyrra var sagt frá því í Fréttablaðinu að fjórðungur sekta vegna hraðaksturs við hraðamyndavélar innheimtist ekki. Langstærstan hluta þeirra má rekja til aksturs erlendra ferðamanna en aðeins tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. Varlega áætluð upphæð vegna slíkra brota árið 2016 nemur um 160 milljónum króna. Þó er mögulegt að sú upphæð sé talsvert hærri.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF„SAF hafa ítrekað gert athugasemd við drögin hvað varðar að eigendur bifreiða séu gerðir ábyrgir fyrir hraðasektum sem ekki varða punktum. Við höfum bent á að slíkt heimildarákvæði eigi sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. Samtök atvinnulífsins, sem SAF á aðild að, gerðu athugasemdir við fyrirhugaða breytingu í umsögn um drögin í samráðsgáttinni. Er meðal annars bent á að það sé gífurlega algengt hér á landi að ökumaður bifreiðar sé ekki skráður eigandi hennar. Í þessu samhengi er bent meðal annars á tilvik sem varða hin ýmsu fyrirtæki sem rækja starfsemi hér á landi og ökumenn bílaleigubíla. „Kostir [hlutlægrar ábyrgðar] eru einkum þeir að með henni verður eftirlit og úrlausn brota gegn ákvæðum um aksturshraða gert skilvirkara í framkvæmd. […] Með þessu fyrirkomulagi er eiganda eða umráðamanni ökutækis gert skylt að hafa virka umsjón og eftirlit með ökutæki sínu, til dæmis gagnvart nánum aðstandendum, svo sem maka eða börnum, og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga,“ segir í athugasemdum í frumvarpsdrögunum. „Það er ljóst að bílaleigur geta ekki innheimt greiðslur ökumanna af greiðslukortum án samþykkis korthafa. Einnig er vandséð hvort og hvernig eigendum ökutækja sé með fullnægjandi hætti heimilt að grípa til og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru svo að það sé ekki notað með þeim hætti sem fer í bága við framangreindar reglur umferðarlaga. Er því að mati samtakanna um að ræða verulega íþyngjandi skyldur sem lagðar eru á herðar eigendum,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira