Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:20 Rútur við Leifsstöð. Þeir sem reka rútufyrirtæki eru reiðir vegna gjaldtöku sem lögð hefur verið á þær rútur sem koma til að sækja farþega þangað. visir/stefán karlsson Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40
Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06