Með svo þungt hlass á kerru að bíllinn lyftist að aftan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 15:05 Lögreglan á Suðurlandi hafði nóg að gera í síðustu viku. vísir/eyþór Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn. Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn.
Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira