Segjast finna fyrir því að hægist á komum ferðamanna Benedikt bóas skrifar 21. júní 2017 07:00 Forstöðumaður Ferðamálastofu segir krónuna vera vandamálið í ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/Pjetur Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent