Segjast finna fyrir því að hægist á komum ferðamanna Benedikt bóas skrifar 21. júní 2017 07:00 Forstöðumaður Ferðamálastofu segir krónuna vera vandamálið í ferðaþjónustunni. Fréttablaðið/Pjetur Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustu (SAF) finna að tekið hefur að hægjast á komum ferðamanna, sérstaklega á hinum svokölluðu köldu svæðum sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu. Ekki er jafn mikil fækkun á svæðunum í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni en þó eru blikur á lofti. Þegar evran fór niður fyrir 120 krónur fóru ferðamenn að halda að sér höndum og jafnvel afbóka. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Ferðamálastofu, fagstofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á sviði ferðamála, segir tilfinninguna vera um fækkun. „Tölurnar eru hins vegar ekki komnar svo það er ekki hægt að rökstyðja tilfinninguna um fækkun með tölum enn,“ segir hann. „En þegar evran datt niður fyrir 120 krónurnar þá gerðist eitthvað. Þar virðast hafa verið sársaukamörkin í þessari styrkingu krónunnar. En við sjáum frá Isavia að það er ekki fækkun í fluginu því það er svo ódýrt að fljúga til landsins. Hins vegar er það kannski svo, þegar krónan er eins og hún er, að fólk á ekki fyrir jafn miklu. Það er krónan sem er að koma okkur í koll.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVÍSIR/ERNIRHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir með Elíasi og segir tilfinninguna svipaða. „Ég er ekki með staðfestar tölur en okkar félagsmenn finna fyrir því að það sé að hægjast á. Svæðin í kringum höfuðborgina og í höfuðborginni eru í skárri málum en úti á landi, en það er ljóst að afkoma fyrirtækjanna er ekki í línulegu sambandi við fjölgun ferðamanna.“ Helga telur mikilvægt að ráðamenn hlusti. „Á sama tíma og gengið er að styrkjast um tugi prósenta og launakostnaður um svipað – svo ekki sé talað um ósamkeppnishæfan fjármagnskostnað – á að bæta tæplega 20 milljarða virðisaukaskattshækkun á greinina. Ferðaþjónustan er mikilvæg útflutningsatvinnugrein fyrir þjóðarbúið en hún er að tapa samkeppnishæfni sinni.“ Hún segir afar slæmt að stjórnvöld ætli að bæta þessum skatti á greinina sem sé í þrengingum. „Menn þurfa að taka höndum saman og tryggja stöðugleika og það um allt land. Þannig eykst verðmætasköpun hennar fyrir allt þjóðarbúið. En það er ekki gert með því að skattpína hana,“ segir Helga. „Við eigum stórt land og ferðaþjónustuaðilar hafa verið að byggja upp á spennandi svæðum. Þessa innviði eigum við að nýta og tryggja þannig byggðastefnu í sessi. Þessir aðilar munu fara verst út komi til skattahækkana eins og ríkisstjórnin áformar nú.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira