Segist ekki selja rúnstykki á 1.190 krónur heldur vel úti látna samloku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2017 10:52 Myndin af samlokunni sem deilt var í Facebook-grúppunni Bakland ferðaþjónustunnar. mynd/þórður þ. sigurjónsson „Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði