Segist ekki selja rúnstykki á 1.190 krónur heldur vel úti látna samloku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2017 10:52 Myndin af samlokunni sem deilt var í Facebook-grúppunni Bakland ferðaþjónustunnar. mynd/þórður þ. sigurjónsson „Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira