Frelsi til sölu Stefán Máni skrifar 3. mars 2017 07:00 Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja málfrelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vinsældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunverulegir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmarkaðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmennirnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra.Frelsi stórkaupmannsins? En segjum sem svo að ég sé hófdrykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annaðhvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófdrykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stórmál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stórkaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun