Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar 30. janúar 2026 08:30 Ungmenni á Íslandi þurfa vernd – ekki fleiri skýrslur Stjórnvöld á Íslandi geta ekki lengur látið eins og vandi ungmenna sé óljós, flókinn eða óútskýrður. Gögn og rannsóknir liggja fyrir og sýna mjög vel hver vandinn er. Rannsóknir Dr. Jean M. Twenge sýna skýrt að andleg vanlíðan ungmenna jókst hratt eftir útbreiðslu snjallsíma og skaðlegra samfélagsmiðla. Íslenskar rannsóknir, greining og gögn til dæmis Landlæknis, staðfesta nánast sama mynstur hér á landi og erlendis. Þetta er staðreynd. Vandinn er greindur engar afsakanirnar lengur í boði Frá um 2011 hefur orðið mælanleg breyting á líðan ungmenna á Íslandi til dæmis meiri kvíði, verri svefn, aukin depurð og félagsleg einangrun. Þetta fellur saman við stöðuga og ávanabindandi snjallsímanotkun og ávanabindandi skaðlega samfélagsmiðla sem fylgja börnunum okkar allan sólarhringinn. Verri lesskilningur og félagsleg vandamál hafa aukist mikið. Börnin ná ekki fullorðinsþroska á eðlilegum tíma - verða seinþroska. Stjórnvöld hafa hingað til brugðist við með umræðu, ráðstefnum og skýrslum. Það dugar ekki lengur því þegar lýðheilsa barna okkar er í húfi er aðgerðaleysi ekki í boði. Þetta er ekki uppeldis brestur – þetta er mjög skaðlegt kerfislægt vandamál Það er rangt og skaðlegt að varpa ábyrgðinni á foreldra eða ungmennin sjálf. Börn okkar búa núna í mjög skaðlegu stafrænu umhverfi sem samfélagið hefur skapað og stjórnvöld hafa leyft að þróast stjórnlaust og án verndar. Ef um væri að ræða mengun eða heilsuspillandi vinnuumhverfi barna væri inngrip talið sjálfsagt þannig að núverandi skaðlegt stafrænt umhverfi barna ætti ekki að vera undantekning frá viðeigandi inngripi. Skýr krafa til stjórnvalda Stjórnvöld verða að bregðast við strax með raunverulegum aðgerðum, ekki ályktunum. Tillaga um skref til úrbóta: 1. Setja landsviðmið um snjallsímanotkun barna svo sem aldursviðmið, símafrí á nóttunni og skýrar leiðbeiningar til foreldra og skóla 2. Skylda skóla til að setja reglur um símanotkun. Námsumhverfi ætti að styðja einbeitingu, en ekki valda stöðugu áreiti sem skaðar börnin í þágu erlendra fjármálarisa. 3. Viðurkenna skaðlegt stafrænt umhverfi sem alvarlegt lýðheilsuvandamál sem getur skaðað nám, þroska, hreyfingu, svefn og næringu barna. 4. Setja miklu strangar kröfur á tæknifyrirtæki til verndar börnunum sem eiga lögbundinn rétt á vernd gegn skaðlegum stafrænum kerfum sem eru hönnuð til að hámarka gróða í gegnum ávanabindandi skaðlega stafræna notkun með ávanabindandi tæknilausnum nútímans. Tíminn skiptir máli Árgangar barna okkar vaxa núna úr grasi með óbeislað skaðlegt rafrænt áreiti sem er raunverulega bara hættulegar tilraunir á börnum. Það er siðferðilega óverjandi og skaðinn mögulega óafturkræfur þar sem samfélagsbreytingarnar eru ófyrirsjáanlegar. Dr Jean M. Twenge gaf okkur viðvörunina og Íslenskar rannsóknir staðfestu hana. Nú er það á ábyrgð stjórnvalda að bregðast við. Þetta er próf á forgangsröðun Spurningin er einföld: Ætlum við að vernda börnin okkar – eða verja kerfi sem þjónar ekki þeirra hagsmunum né samfélagsins og getur sett samfélagið í ófyrirsjáanlega hættu í framtíðinni? Ungmenni á Íslandi þurfa aðgerðir strax. Höfundur er afi, langafi og áhugamaður um velferð barna og almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Börn og uppeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ungmenni á Íslandi þurfa vernd – ekki fleiri skýrslur Stjórnvöld á Íslandi geta ekki lengur látið eins og vandi ungmenna sé óljós, flókinn eða óútskýrður. Gögn og rannsóknir liggja fyrir og sýna mjög vel hver vandinn er. Rannsóknir Dr. Jean M. Twenge sýna skýrt að andleg vanlíðan ungmenna jókst hratt eftir útbreiðslu snjallsíma og skaðlegra samfélagsmiðla. Íslenskar rannsóknir, greining og gögn til dæmis Landlæknis, staðfesta nánast sama mynstur hér á landi og erlendis. Þetta er staðreynd. Vandinn er greindur engar afsakanirnar lengur í boði Frá um 2011 hefur orðið mælanleg breyting á líðan ungmenna á Íslandi til dæmis meiri kvíði, verri svefn, aukin depurð og félagsleg einangrun. Þetta fellur saman við stöðuga og ávanabindandi snjallsímanotkun og ávanabindandi skaðlega samfélagsmiðla sem fylgja börnunum okkar allan sólarhringinn. Verri lesskilningur og félagsleg vandamál hafa aukist mikið. Börnin ná ekki fullorðinsþroska á eðlilegum tíma - verða seinþroska. Stjórnvöld hafa hingað til brugðist við með umræðu, ráðstefnum og skýrslum. Það dugar ekki lengur því þegar lýðheilsa barna okkar er í húfi er aðgerðaleysi ekki í boði. Þetta er ekki uppeldis brestur – þetta er mjög skaðlegt kerfislægt vandamál Það er rangt og skaðlegt að varpa ábyrgðinni á foreldra eða ungmennin sjálf. Börn okkar búa núna í mjög skaðlegu stafrænu umhverfi sem samfélagið hefur skapað og stjórnvöld hafa leyft að þróast stjórnlaust og án verndar. Ef um væri að ræða mengun eða heilsuspillandi vinnuumhverfi barna væri inngrip talið sjálfsagt þannig að núverandi skaðlegt stafrænt umhverfi barna ætti ekki að vera undantekning frá viðeigandi inngripi. Skýr krafa til stjórnvalda Stjórnvöld verða að bregðast við strax með raunverulegum aðgerðum, ekki ályktunum. Tillaga um skref til úrbóta: 1. Setja landsviðmið um snjallsímanotkun barna svo sem aldursviðmið, símafrí á nóttunni og skýrar leiðbeiningar til foreldra og skóla 2. Skylda skóla til að setja reglur um símanotkun. Námsumhverfi ætti að styðja einbeitingu, en ekki valda stöðugu áreiti sem skaðar börnin í þágu erlendra fjármálarisa. 3. Viðurkenna skaðlegt stafrænt umhverfi sem alvarlegt lýðheilsuvandamál sem getur skaðað nám, þroska, hreyfingu, svefn og næringu barna. 4. Setja miklu strangar kröfur á tæknifyrirtæki til verndar börnunum sem eiga lögbundinn rétt á vernd gegn skaðlegum stafrænum kerfum sem eru hönnuð til að hámarka gróða í gegnum ávanabindandi skaðlega stafræna notkun með ávanabindandi tæknilausnum nútímans. Tíminn skiptir máli Árgangar barna okkar vaxa núna úr grasi með óbeislað skaðlegt rafrænt áreiti sem er raunverulega bara hættulegar tilraunir á börnum. Það er siðferðilega óverjandi og skaðinn mögulega óafturkræfur þar sem samfélagsbreytingarnar eru ófyrirsjáanlegar. Dr Jean M. Twenge gaf okkur viðvörunina og Íslenskar rannsóknir staðfestu hana. Nú er það á ábyrgð stjórnvalda að bregðast við. Þetta er próf á forgangsröðun Spurningin er einföld: Ætlum við að vernda börnin okkar – eða verja kerfi sem þjónar ekki þeirra hagsmunum né samfélagsins og getur sett samfélagið í ófyrirsjáanlega hættu í framtíðinni? Ungmenni á Íslandi þurfa aðgerðir strax. Höfundur er afi, langafi og áhugamaður um velferð barna og almennings.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun