Segir sögur með timbri Starri Freyr Jónsson skrifar 6. júní 2016 12:00 ,,Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann,“ segir Örn Hackert. Veggurinn er hans verk. MYND/STEFÁN Örn Hackert hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli fyrir verk sín en hann endurvinnur m.a. gamlan við og gefur honum nýtt líf í ýmsu formi. Meðal þess sem Örn hefur hannað og smíðað undanfarin ár eru hillur, veggir, myndarammar, bakkar og ýmsar stærðir og gerðir af borðum.Öll borðin á nýjum veitingastað í borginni eru skreytt andlitum frægra einstaklinga.MYND/STEFÁNSkemmtileg verkefni Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Erni. Nýlega smíðaði hann innréttingar fyrir nýjan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík sem var virkilega skemmtilegt verkefni að eigin sögn. „Þar er m.a. stór veggur sem ég fékk að hanna eftir eigin höfði en þar notaði ég alls konar timbur. Borðin á staðnum eru líka skreytt andlitsmyndum af frægum þannig að það er virkilega skemmtileg upplifum að koma þarna þótt ég segi sjálfur frá. Ég kom einnig að stækkun og breytingum á Greifanum Barbershop í Reykjavík þar sem hugurinn fékk að vera alveg frjáls, ótrúlega skemmtilegt verkefni líka.“Timbur í uppáhaldi Af ýmsu hráefni sem hann vinnur með er timbur í uppáhaldi. „Það er hægt að vinna svo mikið með timbur í alls konar útfærslum. Reyndar finnst mér oft að hægt sé að segja sögur með timbrinu. Ég er þó alls ekki fastur í því. Öll hráefni heilla mig en bara á ólíkan hátt.“ Verkefnin eru fjölbreytt enda fátt sem ekki vekur áhuga hans að eigin sögn. Voldugt afgreiðsluborð úr gömlum viði.MYND/STEFÁN„Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sem dæmi þá hef ég unnið mikið með flotuð gólf sem var að verða frekar einhæft. Því vildi ég finna eitthvað sem myndi grípa gólfið og ákvað að mála nokkurs konar mottu á það. Ég sótti innblásturinn í dýraríkið og varð svarti pardusinn fyrir valinu. Einnig bjó ég til munstur utan um pardusinn sem verður til þess að rýmið virkar betur sem ein heild.“Næg verkefni framundan Ýmis spennandi verkefni eru fram undan hjá Erni. „Nú er ég t.d. að vinna með húðflúrurum við að setja upp nýja tattústofu. Þar verður afgreiðsluborðið sérstaklega flott eða nokkurs konar stæða af trjádrumbum. Þá var ég að eignast gám sem mig langar að breyta í færanlega íbúð. Svo er á stefnuskránni að klára að smíða borðstofuborð sem ég teiknaði fyrir einu ári. Hönnun Arnar má sjá á Facebook.Gamall skenskur sem Örn breytti í vaskaðstöðu á hárgreiðslustofu. Sérstakur og flottur gripur sem vekur athygli. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Segir sögur með timbri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Örn Hackert hefur um nokkurra ára skeið vakið athygli fyrir verk sín en hann endurvinnur m.a. gamlan við og gefur honum nýtt líf í ýmsu formi. Meðal þess sem Örn hefur hannað og smíðað undanfarin ár eru hillur, veggir, myndarammar, bakkar og ýmsar stærðir og gerðir af borðum.Öll borðin á nýjum veitingastað í borginni eru skreytt andlitum frægra einstaklinga.MYND/STEFÁNSkemmtileg verkefni Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Erni. Nýlega smíðaði hann innréttingar fyrir nýjan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík sem var virkilega skemmtilegt verkefni að eigin sögn. „Þar er m.a. stór veggur sem ég fékk að hanna eftir eigin höfði en þar notaði ég alls konar timbur. Borðin á staðnum eru líka skreytt andlitsmyndum af frægum þannig að það er virkilega skemmtileg upplifum að koma þarna þótt ég segi sjálfur frá. Ég kom einnig að stækkun og breytingum á Greifanum Barbershop í Reykjavík þar sem hugurinn fékk að vera alveg frjáls, ótrúlega skemmtilegt verkefni líka.“Timbur í uppáhaldi Af ýmsu hráefni sem hann vinnur með er timbur í uppáhaldi. „Það er hægt að vinna svo mikið með timbur í alls konar útfærslum. Reyndar finnst mér oft að hægt sé að segja sögur með timbrinu. Ég er þó alls ekki fastur í því. Öll hráefni heilla mig en bara á ólíkan hátt.“ Verkefnin eru fjölbreytt enda fátt sem ekki vekur áhuga hans að eigin sögn. Voldugt afgreiðsluborð úr gömlum viði.MYND/STEFÁN„Ég er mikill pælari og reyni að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sem dæmi þá hef ég unnið mikið með flotuð gólf sem var að verða frekar einhæft. Því vildi ég finna eitthvað sem myndi grípa gólfið og ákvað að mála nokkurs konar mottu á það. Ég sótti innblásturinn í dýraríkið og varð svarti pardusinn fyrir valinu. Einnig bjó ég til munstur utan um pardusinn sem verður til þess að rýmið virkar betur sem ein heild.“Næg verkefni framundan Ýmis spennandi verkefni eru fram undan hjá Erni. „Nú er ég t.d. að vinna með húðflúrurum við að setja upp nýja tattústofu. Þar verður afgreiðsluborðið sérstaklega flott eða nokkurs konar stæða af trjádrumbum. Þá var ég að eignast gám sem mig langar að breyta í færanlega íbúð. Svo er á stefnuskránni að klára að smíða borðstofuborð sem ég teiknaði fyrir einu ári. Hönnun Arnar má sjá á Facebook.Gamall skenskur sem Örn breytti í vaskaðstöðu á hárgreiðslustofu. Sérstakur og flottur gripur sem vekur athygli.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Segir sögur með timbri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira