„Kommakrakki úr Hveragerði“ kaupir Bæjarins besta Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2015 19:50 Sigurjón býður Bryndísi velkomna til starfa. Mynd/BB Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta. Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu á Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur viðskiptafræðingurinn Bryndís Sigurðardóttir. Þetta var tilkynnt á vef Bæjarins Besta í dag en Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB og bb.is lætur af störfum um mánaðamótin eftir tæplega 31 ár við útgáfu BB en hann stofnaði blaðið árið 1984 ásamt Halldóri Sveinbjörnssyni. Hann lét af störfum við útgáfuna í ágúst á síðasta ári. „Það er von mín að Vestfirðingar standi jafn vel við bakið nýjum eiganda og þeir hafa gert við okkur Halldór í gegnum árin. Bæjarins besta hefur alla burði til að vera aðal fréttablað Vestfirðinga í framtíðinni sem hingað til og bb.is, sem oft hefur verið nefndur útidyrnar að Vestfjörðum, er enn fjölsóttasti vefur Vestfirðinga og mun vonandi eflast í höndum nýs eiganda. Ég vil að lokum þakka Vestfirðingum fyrir stuðninginn í gegnum árin og óska nýjum eiganda velfarnaðar í störfum hennar,“ segir Sigurjón á vefsíðu BB í dag. Á síðunni segir einnig að engar „stórkarlalega breytingar“ séu fyrirhugaðar á miðlinum við eigendaskiptin, „aðeins eðlileg þróun og stefnan verður hér eftir sem hingað til að bera vandaðar fréttir milli manna í fjórðungnum og ekki síður að færa umheiminum fréttir að vestan,“ eins og þar segir. Bryndís er fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Hún er viðskiptafræðingur og kerfisfræðingur, með svæðisbundið leiðsögumannapróf og meirapróf. Hún hefur komið að eigin sögn víða við og bauð sig meðal annars fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi árið 2013. Á heimasíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ lýsir Bryndís sér sem „kommakrakka úr Hveragerði” og segir að henni séu félagshyggja og jöfnuður í blóði borin. „Ég reyni alltaf að breyta af heiðarleika og sanngirni. Betur get ég ekki lýst mér, þannig finnst mér ég vera,” segir hún ennfremur. Hún sóttist eftir 1 til 4 sæti á lista flokksins og hafnaði í því sjötta.
Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira