„Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:59 Svandís Svavarsdóttir á Alþingi nú í kvöld. Vísir/Ernir Þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gerðu „meirihlutinn ræður“-stefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í ræðum sínum á Alþingi í kvöld. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagðist vilja færa valdið til fólksins og sagði lýðræði eiga að lifa allt árið um kring. „Lýðræði snýst ekki bara um já eða nei.“ Hún sagði að í lýðræðissamfélagi þyrfti ekki bara kosningar heldur fjölmiðla í almannaþágu, góða menntun og upplýsta borgara. „Það þarf að ryðja hindrunum úr vegi um samfélagið allt. Aðgengi er forsenda þátttöku og þátttaka er forsenda lýðræðis.“ Með aðgengi sagðist hún eiga við aðgengi að umræðu, samtökum, vettvangi þar sem ráðum er ráðið og svo framvegis.Svandís benti á að nú styttist óðum í næstu kosningar og að þeir sem styðji ekki hægri flokkana, sms styrkveitingar og aukinn ójöfnuð ættu að hugsa sig vel um. „Stjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi aðhyllist hugmyndina um einfaldan stjórnarmeirihluta að gömlum sið.“ Þetta telur Svandís skaðlegt fyrir lýðræðið og einnig það viðhorf sem hún hefur fundið fyrir á þinginu sem nú er að klárast að gagnrýni eigi ekki erindi. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi einnig meirihlutaræðið á þingi. „Stjórnarandstaðan hefur sem betur fer getu til þess að stöðva mál og afstýra stórslysum,“ sagði Róbert en að hans mati hefur „allt verið í steik“ á Alþingi síðustu vikur. „Þið sem eruð að hlusta þið kusuð þetta þing. Ef þið eruð óánægð þá verðið þið að vanda betur valið næst.“ Róbert hvatti kjósendur til að láta ekki glepjast af loforðaflaumi og hvatti kjósendur til að kynna sér kostina betur. Róbert benti einnig á að hann ætti rétt á sinni skoðun. „Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ spurði hann. „Hvílíkt bruðl. Þetta er mín skoðun, hún er ekki dónaleg, hún á rétt á sér.“ Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gerðu „meirihlutinn ræður“-stefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í ræðum sínum á Alþingi í kvöld. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagðist vilja færa valdið til fólksins og sagði lýðræði eiga að lifa allt árið um kring. „Lýðræði snýst ekki bara um já eða nei.“ Hún sagði að í lýðræðissamfélagi þyrfti ekki bara kosningar heldur fjölmiðla í almannaþágu, góða menntun og upplýsta borgara. „Það þarf að ryðja hindrunum úr vegi um samfélagið allt. Aðgengi er forsenda þátttöku og þátttaka er forsenda lýðræðis.“ Með aðgengi sagðist hún eiga við aðgengi að umræðu, samtökum, vettvangi þar sem ráðum er ráðið og svo framvegis.Svandís benti á að nú styttist óðum í næstu kosningar og að þeir sem styðji ekki hægri flokkana, sms styrkveitingar og aukinn ójöfnuð ættu að hugsa sig vel um. „Stjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi aðhyllist hugmyndina um einfaldan stjórnarmeirihluta að gömlum sið.“ Þetta telur Svandís skaðlegt fyrir lýðræðið og einnig það viðhorf sem hún hefur fundið fyrir á þinginu sem nú er að klárast að gagnrýni eigi ekki erindi. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi einnig meirihlutaræðið á þingi. „Stjórnarandstaðan hefur sem betur fer getu til þess að stöðva mál og afstýra stórslysum,“ sagði Róbert en að hans mati hefur „allt verið í steik“ á Alþingi síðustu vikur. „Þið sem eruð að hlusta þið kusuð þetta þing. Ef þið eruð óánægð þá verðið þið að vanda betur valið næst.“ Róbert hvatti kjósendur til að láta ekki glepjast af loforðaflaumi og hvatti kjósendur til að kynna sér kostina betur. Róbert benti einnig á að hann ætti rétt á sinni skoðun. „Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ spurði hann. „Hvílíkt bruðl. Þetta er mín skoðun, hún er ekki dónaleg, hún á rétt á sér.“
Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira