Sagði alla vita að Sigmundur Davíð væri hetja sem léti hvorki kúga sig né hóta sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 12:29 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, vildi vita hverju kröfuhafar hefðu hótað forsætisráðherra. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“ Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, út í ummæli hans í DV í liðinni viku um að honum og landinu hefði verið hótað í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Vildi þingmaðurinn vita í hverju þessar hótanir hafi falist enda sagði hann að taka bæri það alvarlega ef mönnum væri hótað. Þá spurði Steingrímur jafnframt hvort að ráðherrann hefði leitað til lögreglu vegna hótananna og jafnvel kært þær eða hvort hann ætlaði að gera það. Bætti þingmaðurinn við að honum þætti erfitt að hafa engar aðrar upplýsingar en óljósar fréttir úr DV um málið.Hótanir bæði vegna Icesave og afnáms hafta Sigmundur Davíð kvaðst alloft hafa lýst ýmsu í framgöngu kröfuhafa og þeim aðferðum sem þeir beita til þess að gæta hagsmuna sinna. Hann fagnaði því sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon væri nú farinn að taka þessa umræðu alvarlega og sagði að þingmaðurinn hefði mátt gera það miklu fyrr. Forsætisráðherra sagði hótanir af ýmsu tagi hafa legið í loftinu, ekki bara vegna afnáms gjaldeyrishafta, heldur nefndi hann einnig Icesave. „Þar var því haldið fram af sumum stjórnmálamönnum og álitsgjöfum að það færi illa fyrir Íslandi á allan mögulegan hátt ef að við létum ekki undan þrýstingi um að taka á okkur Icesave-kröfurnar. Svipaða umræðu hefur verið reynt að setja af stað í tengslum við þetta mál. [...] En við höfum ekki í þessu máli, frekar en í Icesave-málinu, látið slíka tilburði hafa nokkur einustu áhrif á okkur enda væri það algjörlega óásættanlegt fyrir sjálfstæða þjóð að láta slíkar aðferðir hafa einhver áhrif á ákvarðanatöku,“ sagði Sigmundur Davíð.„Skelfing er þetta nú aumt“ Steingrímur sagðist ekki hafa verið að spyrja um Icesave og að hann hefði ekki farið í pontu svo forsætisráðherra gæti enn einu sinni komið því á framfæri við þjóðina að hann væri hetja sem léti ekki kúga sig eða hóta sér. „Það vitum við auðvitað öll, hann er búinn að segja það svo oft sjálfur að það liggur alveg fyrir opinberlega.“ Þingmaðurinn ítrekaði svo spurningu sína um umræddar hótanir og hverjar þær væru, ekki síst vegna frumvarpa um afnám gjaldeyrishafta sem bíða nú afgreiðslu á þingi. Steingrímur sagði að þá kynnu að vera uppi efasemdir um það að samningaleiðin væri nægjanleg. „Skelfing er þetta nú aumt. Voðalega er nú lágt lagst þegar dregnar eru fram svona langsóttar tilraunir til þess að gera það tortryggilegt sem háttvirtur þingmaður, eins og allir aðrir í þessum sal, fagnaði fyrir fáeinum vikum síðan en sér væntanlega núna eitthvað tækifæri í því að búa til tortryggni um þetta mál eins og allt annað.“ Sigmundur sagði svo að Steingrímur þyrfti ekkert að fullyrða um það að forsætisráðherra sjálfur héldi því fram að hann væri einhver hetja. „En ef ég ætlaði að læra slíkt af einhverjum þá myndi ég líta til viðtala við háttvirtan þingmann Steingrím J. Sigfússon á síðasta kjörtímabili. Þar skorti ekki lýsingarnar á eigin ágæti.“
Alþingi Tengdar fréttir Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kom hálfhlæjandi í pontu og sagði fyrirspurn „sérkennilega“ Árni Páll Árnason spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson út í stöðugleikaskilyrði vegna nauðasamninga þrotabúa bankanna. 29. júní 2015 10:51