Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2015 13:41 Björn Ingi Hrafnsson segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. Vísir/ERNIR Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson útgefandi segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. „ Hann á ekki hlut í blaðinu,“ segir hann í yfirlýsingu á Facebook. Vísir hefur greint frá því að upplýsingarnar sem Malín Brand og Hlín Einarsdóttir ætluðu að gera opinberar ef Sigmundur Davíð greiddi þeim ekki milljónir króna snérust að meintum fjárhagslegum tengslum ráðherrans við Björn Inga. Á Facebook segist Björn Ingi sleginn yfir fregnum dagsins. „ Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé tillit til þess að hér er mannlegur harmleikur á ferðinni og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar,“ segir hann. Ólafur í Kú stendur fastur á sínu Hótanir systranna Hlínar og Malínar Einarsdætra um að ljóstra upp um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson, skráðs eiganda DV, Pressunnar, Eyjunnar og fleiri miðla, beina sjónum að stöðu valdhafa gagnvart fjölmiðlum. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbú, var stjórnarformaður DV, allt þar til í maí 2013 þegar hann sagði sig frá starfinu. Hann hefur upplýst að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað fundað með sér vegna hugsanlegrar aðkomu flokksins að DV, og þá eignarhaldi þar.Ólafur Magnússon í Kú.Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefur þverneitað fyrir þetta en Ólafur segir það einfaldlega ekki satt. „Mér er ekkert illa við Hrólf eða Framsóknarflokkinn en það verður að segja hverja sögu eins og hún er,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í dag. Ólafur lýsir því svo að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi ítrekað haft samband við sig og óskað eftir fundum um málefni DV; hvort það væri einhver möguleiki á aðkomu þeirra þá með því að kaupa hlutafé og/eða ná meirihluta í félaginu. „Ætli ég hafi ekki farið til fundar við Hrólf þrisvar eða fjórum sinnum vegna þessa. Það er bara þannig að það var áhugi og markmið þeirra, enda hefur það komið á daginn að Björn Ingi keypti blaðið og þetta var bara spurning um útfærslu. Ég er ekkert mjög hrifinn af þessari pólitísku aðkomu að fjölmiðlum og vil að þeir séu óháðir. En, Framsóknarflokkurinn ætlaði sér þetta, hvort það var hann beint eða aðilar honum tengdir, hvernig átti að fóðra þessu. Markmiðið var klárt að það átti að koma rödd Framsóknarflokksins að í fjölmiðlum með afgerandi hætti.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14 Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Malín og Hlín játa að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra Voru handteknar sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði þar sem milljónum átti að hafa verið komið fyrir í tösku. 2. júní 2015 11:14
Hótuðu að tengja Sigmund Davíð við kaup Björns Inga á DV Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:44