Leyft að veiða meiri ýsu og ufsa 6. júní 2005 00:01 Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira