Innlent

Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Dökk mynd er dregin upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu. Viðvarandi mönnunarvandi og lausatök í rekstri eru einkennandi. Mörg hundruð sjúkraliða vantar til starfa og formaður stéttarfélags þeirra er hræddur um að allt fari hreinlega í skrúfuna verði ekki brugðist við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Algjör pattstaða ríkir á Alþingi og maraþonumræðum um veiðigjöld er fram haldið. Við verðum í beinni frá þinginu og förum yfir stöðu mála.

Náttúruverndarsamtökin Landvernd gagnrýna fyrirhugaðar skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk. Við ræðum við framkvæmdastjóra sem segir útivistargildið verðmætasta þátt svæðisins og telur ekki þörf á lokun.

Þá kíkjum við á framkvæmdir á Reykjanesbraut, hittum Bubba Morthens sem hefur gert tímamótasamning um allt sitt hugverk og verðum í Sviss í Sportpakkanum og gerum upp fyrsta leik Íslendinga á EM í dag.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×