Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2025 12:59 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu og sagði öllu snúið á hvolf þegar stjórnarandstaðan lagði til að dagskrá þingsins yrði breytt, Vísir/Vilhelm Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira