Kennir fólki að bjarga mannslífum 3. maí 2005 00:01 Rauði Kross Íslands hefur lengi séð um að skipuleggja skyndihjálparnámskeið bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa en þau geta verið sniðin að þörfum hvers og eins. "Við erum að vonast til þess að það sé einhver vakning núna þar sem aukin eftirspurn hefur verið eftir skyndahjálparnámskeiðum í fyrirtækjum og stofnunum," segir Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparþjálfari hjá fyrirtækinu Icesec sem sér um hópnámskeið í umboði Rauða krossins. "Á fjórum klukkustundum förum við yfir grunninn sem felur í sér endurlífgun þar sem notast er við brúðu," segir Björgvin. Til að læra öll atriði skyndihjálpar þarf hins vegar að taka fullt námskeið, 16 stunda langt, og er þar farið yfir hluti eins og aðkomu að slysi, fyrstu endurlífgun, beinbrot og stöðvun blæðinga svo eitthvað sé nefnt. "Ég tel alveg nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig það eigi að bregðast við og það er betra að taka fjögurra stunda námskeið en að taka ekki neitt." Spurður hvort hann viti til þess að einhver af nemendum hans hafi þurft að nýta sér skyndihjálpina eftir námskeið, minnist hann konu sem kom að slæmu slysi. "Ég fékk þakkir frá konu sem hafði komið að bílslysi út á landi. Hún hafði víst verið eins og hershöfðingi þar til sjúkrabíllinn kom á vettvang," segir Björgvin. Skyndihjálp er ekki skyldunám hjá neinni stétt utan heilbrigðisgeirans ef frá eru taldir bílstjórar með meirapróf. "Sum fyrirtæki eru hins vegar mjög vakandi fyrir nauðsyn þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið og í mörgum tilfellum taka starfsmannafélögin sig til og standa fyrir námskeiðum," segir Björgvin. "Það er alltaf ánægjulegt að sjá dæmi þess að þetta er tvímælalaust að bjarga mannslífum, og maður brosir út í annað því það er gaman að sjá vinnu sína skila árangri," segir Björgvin. Heilsa Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rauði Kross Íslands hefur lengi séð um að skipuleggja skyndihjálparnámskeið bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa en þau geta verið sniðin að þörfum hvers og eins. "Við erum að vonast til þess að það sé einhver vakning núna þar sem aukin eftirspurn hefur verið eftir skyndahjálparnámskeiðum í fyrirtækjum og stofnunum," segir Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparþjálfari hjá fyrirtækinu Icesec sem sér um hópnámskeið í umboði Rauða krossins. "Á fjórum klukkustundum förum við yfir grunninn sem felur í sér endurlífgun þar sem notast er við brúðu," segir Björgvin. Til að læra öll atriði skyndihjálpar þarf hins vegar að taka fullt námskeið, 16 stunda langt, og er þar farið yfir hluti eins og aðkomu að slysi, fyrstu endurlífgun, beinbrot og stöðvun blæðinga svo eitthvað sé nefnt. "Ég tel alveg nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig það eigi að bregðast við og það er betra að taka fjögurra stunda námskeið en að taka ekki neitt." Spurður hvort hann viti til þess að einhver af nemendum hans hafi þurft að nýta sér skyndihjálpina eftir námskeið, minnist hann konu sem kom að slæmu slysi. "Ég fékk þakkir frá konu sem hafði komið að bílslysi út á landi. Hún hafði víst verið eins og hershöfðingi þar til sjúkrabíllinn kom á vettvang," segir Björgvin. Skyndihjálp er ekki skyldunám hjá neinni stétt utan heilbrigðisgeirans ef frá eru taldir bílstjórar með meirapróf. "Sum fyrirtæki eru hins vegar mjög vakandi fyrir nauðsyn þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið og í mörgum tilfellum taka starfsmannafélögin sig til og standa fyrir námskeiðum," segir Björgvin. "Það er alltaf ánægjulegt að sjá dæmi þess að þetta er tvímælalaust að bjarga mannslífum, og maður brosir út í annað því það er gaman að sjá vinnu sína skila árangri," segir Björgvin.
Heilsa Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira