Vildi ekki verða veðurtepptur 5. apríl 2005 00:01 Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira