„Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 20. desember 2025 16:04 Steingrímur Birgisson er forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar. Vísir/Egill Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. Greint var frá því í gær að Höldur hefði tilkynnt viðskiptavinum sínum um að innheimtar yrðu 1550 til viðbótar mánaðarlega og bar félagið við nýjum lögum um kílómetragjöld. Frá og með áramótum verður slíkt gjald lagt á alla bíla óháð orkugjafa en áður var það bara lagt á raf- og tvinnbíla. Allt að 53 milljón króna tap þrátt fyrir gjaldið Steingrímur segir að Höldur geri ráð fyrir að eins og hálfs stöðugildis sé þörf við utanumhald um kílómetragjöld. Beinn kostnaður vegna kortaþóknunar nemi 12,5 milljónum króna eingöngu í langtímaleigu. Miðað við reynslu félagsins af því að innheimta kílómetragjöld af leigjendum raf- og tvinnbíla megi gera ráð fyrir um 90 prósenta innheimtu sem nemi 49 milljónum króna árlega. Að viðbættum starfsmannakostnaði við utanumhald gjaldanna væri Höldur að greiða alls 78 milljónir árlega. Það segir Steingrímur hins vegar bjartsýnt mat. Fyrsta árið eftir innleiðingu kílómetragjalda á raf- og tvinnbíla hafi innheimtuhlutfallið verið nær 80 prósentum. Miðað við 90 prósenta hlutfall og 1550 króna aukalegt gjald á langtímaleigutökum verði niðurstaðan fjögurra milljón króna tap. Líklegra segir Steingrímur að tapið nemi talsvert meiru. „Ef við byrjum verr, ef við náum ekki þessari 90 prósenta innhieimtu heldur 80 eins og fyrsta árið hjá okkur í raf- og tvinnbílum. Þá erum við að tala um að við séum að greiða út 127 milljónir en fáum 74. Þá erum við að tapa 53 milljónum eingöngu á langtímaleigum,“ segir hann. „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki.“ Kostnaðurinn þegar orðinn mikill Hann segir Höld kappkosta við að leggja eins lítið af kostnaðinum út í verðlag og mögulegt er en að með innleiðingu þessara nýju gjalda hækki útgjöld gríðarlega. „Þetta er það sem við erum búin að vera að halda fram allan tíma og benda á. Við erum að verða fyrir gríðarlegum kostnaði og að sjálfsögðu verðum við að taka tillit til þess í okkar rekstri,“ segir Steingrímur. Breyturnar eru margar í skráningu um utanumhaldi kílómetrafjölda. Bílarnir í útleigu hjá Höldi séu keyrðir mismikið, það sé mikið flæði á milli langtímaleigu og skammtímaleigu, bílar bili og svo framvegis. Þess vegna gerir Steingrímur ráð fyrir að skila þurfi gögnum til skattsins þrisvar til fjórum sinnum á ári sem nemi, að öllu meðtöldu, einu og hálfu stöðugildi. Undirbúningur við innleiðingu gjaldanna sé þegar orðinn kostnaðarsamur. „Við erum með nokkur stöðugildi í að undirbúa þetta frá því í október. Tölvudeildin okkar er búin að vera meira og minna á haus við þetta og kerfisfyrirtæki út í Portúgal, sem hefur með útleigukerfið okkar að gera, er búið að vera með forritara að vinna við þetta síðan í október. Eins og er margbúið að benda á í aðdraganda þessa máls er gríðarlegur kostnaður sem fylgir þessu. Skatturinn fékk til sín fimmtán nýja starfsmenn til að geta sinnt eftirlitinu með þessu,“ segir Steingrímur. Hringlandaháttur hjá stjórnvöldum Steingrímur segir sárt að þurfa að leggja hluta kostnaðarins á viðskiptavini. „Þess vegna erum við búin að vera að berjast fyrir þessu. Hver króna skiptir máli. Þegar bílar eru að hækka um 20 prósent er það ekki á bætandi með svona hlutum. Þess vegna erum við að stíga eins mildilega og við mögulega getum, við tilkynnum viðskiptavinum okkur um þetta. Það er ekki verið að fela eitt né neitt. Við komum algjörlega hreint fram með þetta og teljum okkur vera mjög væg í þessu. En eins og við segjum þetta er 12% álag ofan á innheimta fjárhæð og stendur í rauninni, miðað við okkar áætlanir, ekki einu sinni undir þeim kostnaði sem við verðum fyrir,“ segir hann. „Við erum ekki enn þá búin að fá svör um hvernig við eigum að meðhöndla leigu sem gengur yfir áramót. Hver ber þau kílómetragjöld? Það er vonlaust að ætla að fara að fá kílómetrastöðu frá öllum leigutökum á nýársdag. Við höfum spurt hið opinbera og ekki fengið nein svör enn þá. Það er dæmi um hringlandaháttinn og skort á samtali við okkur og við greinina að þetta skuli enn þá vera óljóst og að enginn viti eitt né neitt,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds. Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Greint var frá því í gær að Höldur hefði tilkynnt viðskiptavinum sínum um að innheimtar yrðu 1550 til viðbótar mánaðarlega og bar félagið við nýjum lögum um kílómetragjöld. Frá og með áramótum verður slíkt gjald lagt á alla bíla óháð orkugjafa en áður var það bara lagt á raf- og tvinnbíla. Allt að 53 milljón króna tap þrátt fyrir gjaldið Steingrímur segir að Höldur geri ráð fyrir að eins og hálfs stöðugildis sé þörf við utanumhald um kílómetragjöld. Beinn kostnaður vegna kortaþóknunar nemi 12,5 milljónum króna eingöngu í langtímaleigu. Miðað við reynslu félagsins af því að innheimta kílómetragjöld af leigjendum raf- og tvinnbíla megi gera ráð fyrir um 90 prósenta innheimtu sem nemi 49 milljónum króna árlega. Að viðbættum starfsmannakostnaði við utanumhald gjaldanna væri Höldur að greiða alls 78 milljónir árlega. Það segir Steingrímur hins vegar bjartsýnt mat. Fyrsta árið eftir innleiðingu kílómetragjalda á raf- og tvinnbíla hafi innheimtuhlutfallið verið nær 80 prósentum. Miðað við 90 prósenta hlutfall og 1550 króna aukalegt gjald á langtímaleigutökum verði niðurstaðan fjögurra milljón króna tap. Líklegra segir Steingrímur að tapið nemi talsvert meiru. „Ef við byrjum verr, ef við náum ekki þessari 90 prósenta innhieimtu heldur 80 eins og fyrsta árið hjá okkur í raf- og tvinnbílum. Þá erum við að tala um að við séum að greiða út 127 milljónir en fáum 74. Þá erum við að tapa 53 milljónum eingöngu á langtímaleigum,“ segir hann. „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki.“ Kostnaðurinn þegar orðinn mikill Hann segir Höld kappkosta við að leggja eins lítið af kostnaðinum út í verðlag og mögulegt er en að með innleiðingu þessara nýju gjalda hækki útgjöld gríðarlega. „Þetta er það sem við erum búin að vera að halda fram allan tíma og benda á. Við erum að verða fyrir gríðarlegum kostnaði og að sjálfsögðu verðum við að taka tillit til þess í okkar rekstri,“ segir Steingrímur. Breyturnar eru margar í skráningu um utanumhaldi kílómetrafjölda. Bílarnir í útleigu hjá Höldi séu keyrðir mismikið, það sé mikið flæði á milli langtímaleigu og skammtímaleigu, bílar bili og svo framvegis. Þess vegna gerir Steingrímur ráð fyrir að skila þurfi gögnum til skattsins þrisvar til fjórum sinnum á ári sem nemi, að öllu meðtöldu, einu og hálfu stöðugildi. Undirbúningur við innleiðingu gjaldanna sé þegar orðinn kostnaðarsamur. „Við erum með nokkur stöðugildi í að undirbúa þetta frá því í október. Tölvudeildin okkar er búin að vera meira og minna á haus við þetta og kerfisfyrirtæki út í Portúgal, sem hefur með útleigukerfið okkar að gera, er búið að vera með forritara að vinna við þetta síðan í október. Eins og er margbúið að benda á í aðdraganda þessa máls er gríðarlegur kostnaður sem fylgir þessu. Skatturinn fékk til sín fimmtán nýja starfsmenn til að geta sinnt eftirlitinu með þessu,“ segir Steingrímur. Hringlandaháttur hjá stjórnvöldum Steingrímur segir sárt að þurfa að leggja hluta kostnaðarins á viðskiptavini. „Þess vegna erum við búin að vera að berjast fyrir þessu. Hver króna skiptir máli. Þegar bílar eru að hækka um 20 prósent er það ekki á bætandi með svona hlutum. Þess vegna erum við að stíga eins mildilega og við mögulega getum, við tilkynnum viðskiptavinum okkur um þetta. Það er ekki verið að fela eitt né neitt. Við komum algjörlega hreint fram með þetta og teljum okkur vera mjög væg í þessu. En eins og við segjum þetta er 12% álag ofan á innheimta fjárhæð og stendur í rauninni, miðað við okkar áætlanir, ekki einu sinni undir þeim kostnaði sem við verðum fyrir,“ segir hann. „Við erum ekki enn þá búin að fá svör um hvernig við eigum að meðhöndla leigu sem gengur yfir áramót. Hver ber þau kílómetragjöld? Það er vonlaust að ætla að fara að fá kílómetrastöðu frá öllum leigutökum á nýársdag. Við höfum spurt hið opinbera og ekki fengið nein svör enn þá. Það er dæmi um hringlandaháttinn og skort á samtali við okkur og við greinina að þetta skuli enn þá vera óljóst og að enginn viti eitt né neitt,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds.
Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bílaleigur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira