Vildi ekki verða veðurtepptur 5. apríl 2005 00:01 Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Sjá meira
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Sjá meira