Ný sundlaug og stærri salir í Laug 4. janúar 2005 00:01 "Á annan í jólum fengum við 900 manns hingað og var þó bara opið frá 10-18. Það segir mér að fólk komi vegna þess að því þyki gaman en ekki bara til að púla," segir Björn Leifsson framkvæmdastjóri í World Class í Laugardal. Stór innilaug, nýir leikfimisalir, fundarsalur með fullkomnum búnaði og fleiri þrekþjálfunartæki eru að bætast við þá heilsuræktaraðstöðu sem fyrir var í Laugum. Sundlaugarnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og nýja innilaugin verður að mestu notuð til æfinga og kennslu en önnur mannvirki eru á vegum World Class sem Björn rekur af miklum myndarskap. "Hér eru níu þúsund manns að æfa að staðaldri og ég stefni að því að fjölga þeim í 11 þúsund þegar kemur fram í mars," segir hann galvaskur. Björn hugsar reyndar mun lengra en fram í mars því hann er með stóra drauma og óskir um uppbyggingu í Laugardalnum til framtíðar. En áður en við förum út í þá sálma göngum við um sali og virðum fyrir okkur þær framkvæmdir sem standa yfir á vegum World Class og kosta rúmar 60 milljónir, að sögn Björns. Fyrst komum við að nýjum skrifstofum og tæknilega fullkomnu herbergi fyrir smærri fundi er bætist við þann ráðstefnusal sem fyrir er og Björn segir hafa vakið lukku. "Menn eru hrifnir af því að geta endað fundi úti í laug eða í baðstofu," segir hann. Búið er að opna nýjan og hljóðlátan jógasal og tvo 250 fermetra leikfimisali með fjaðrandi gólfi fyrir pallaleikfimi, dans og hvað sem er. Auk þess er verið að stækka tækjasalinn um 400 fermetra. "Hver hefði trúað því að við mundum sprengja af okkur húsnæðið á einu ári," segir Björn brosandi og lýsir jafnfram fjölgun þrektækja sem eftir breytingar eru 310 talsins og í spinningsalnum hefur hjólum fjölgað úr 25 í 40. "Fólk er hrifið af aðstöðunni hér og aldurshópurinn hefur breikkað hjá okkur. Við höldum hávaða í lágmarki, spilum bara þægilega tónlist og lögun og loft salarins hindrar hljóðendurkast," segir Björn. Við höldum áfram að ganga um hin víðáttumiklu húsakynni Lauga. Komum að veitingastöðum, hárgreiðslustofu, nuddstofum, snyrtistofum og gufuböðum með ótal útfærslum. Óneitanlega er gaman að virða fyrir sér þessa aðstöðu sem ásamt sundlaugunum skapar fjölbreytta möguleika til heilsuræktar og dekurs. Heilsa Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
"Á annan í jólum fengum við 900 manns hingað og var þó bara opið frá 10-18. Það segir mér að fólk komi vegna þess að því þyki gaman en ekki bara til að púla," segir Björn Leifsson framkvæmdastjóri í World Class í Laugardal. Stór innilaug, nýir leikfimisalir, fundarsalur með fullkomnum búnaði og fleiri þrekþjálfunartæki eru að bætast við þá heilsuræktaraðstöðu sem fyrir var í Laugum. Sundlaugarnar eru í eigu Reykjavíkurborgar og nýja innilaugin verður að mestu notuð til æfinga og kennslu en önnur mannvirki eru á vegum World Class sem Björn rekur af miklum myndarskap. "Hér eru níu þúsund manns að æfa að staðaldri og ég stefni að því að fjölga þeim í 11 þúsund þegar kemur fram í mars," segir hann galvaskur. Björn hugsar reyndar mun lengra en fram í mars því hann er með stóra drauma og óskir um uppbyggingu í Laugardalnum til framtíðar. En áður en við förum út í þá sálma göngum við um sali og virðum fyrir okkur þær framkvæmdir sem standa yfir á vegum World Class og kosta rúmar 60 milljónir, að sögn Björns. Fyrst komum við að nýjum skrifstofum og tæknilega fullkomnu herbergi fyrir smærri fundi er bætist við þann ráðstefnusal sem fyrir er og Björn segir hafa vakið lukku. "Menn eru hrifnir af því að geta endað fundi úti í laug eða í baðstofu," segir hann. Búið er að opna nýjan og hljóðlátan jógasal og tvo 250 fermetra leikfimisali með fjaðrandi gólfi fyrir pallaleikfimi, dans og hvað sem er. Auk þess er verið að stækka tækjasalinn um 400 fermetra. "Hver hefði trúað því að við mundum sprengja af okkur húsnæðið á einu ári," segir Björn brosandi og lýsir jafnfram fjölgun þrektækja sem eftir breytingar eru 310 talsins og í spinningsalnum hefur hjólum fjölgað úr 25 í 40. "Fólk er hrifið af aðstöðunni hér og aldurshópurinn hefur breikkað hjá okkur. Við höldum hávaða í lágmarki, spilum bara þægilega tónlist og lögun og loft salarins hindrar hljóðendurkast," segir Björn. Við höldum áfram að ganga um hin víðáttumiklu húsakynni Lauga. Komum að veitingastöðum, hárgreiðslustofu, nuddstofum, snyrtistofum og gufuböðum með ótal útfærslum. Óneitanlega er gaman að virða fyrir sér þessa aðstöðu sem ásamt sundlaugunum skapar fjölbreytta möguleika til heilsuræktar og dekurs.
Heilsa Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira