Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán 2. desember 2004 00:01 Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent