Heilsuátak í Kópavogi 5. nóvember 2004 00:01 Sjúkraþjálfun Kópavogs hefur í vetur hrundið af stað margskonar heilsuátaksnámskeiðum og kennir þar ýmissa grasa. "Okkur finnst gaman að segja frá því að nú er komið í gang heilsuátak fyrir grunnskólabörn sem eru yfir kjörþyngd. Þetta gerum við í samvinnu við hjúkrunarfræðinga skólanna," segir Kristján Hj. Ragnarsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. "Hugmyndin var að reyna að ná í þessi börn og bjóða þeim upp á þjálfun innan stundaskrár sem gæti þá komið í staðinn fyrir leikfimina í skólanum. Þessir krakkar verða oft út undan í leikfimistímum og eru ekki í íþróttafélögunum þannig að þetta er líka stuðningur við íþróttakennarana sem þurfa að taka mið af getu allra í bekknum. Tölur sýna að þessi hópur fer stækkandi og okkur finnst þurfa að sinna honum sérstaklega. Niðurstaðan varð að bjóða upp á námskeið strax þegar skólatíma lýkur. Þetta hefur farið vel af stað, við héldum fundi með skóalstjórnendum og skólahjúkrunarfræðingum og náðum að tengja þetta saman. Við trúum að þetta sé nýjung sem muni takist vel og leggjum áherslu á að fá foreldra til okkar í fræðslu þannig að allir vinni vel saman. " Sjúkraþjálfun Kópavogs býður líka upp á heilsuátaksnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. "Við höfum verið með svokallaða stafagöngu og svo gönguhópa, þar sem fólk gengur með íþróttafræðingum. Þetta er bæði fyrir byrjendur og lengra komna," segir Kristján. "Þá bjóðum við upp á tíma í líkamsrækt eldsnemma á morgnana, í hádeginu og seinni partinn, eftir því hvað fólki hentar. Það eru ekki nema fimm í hverjum hóp þannig að nálægðin við íþróttafræðinginn er mikil og eftirlitið virkara. Hjalti Kristjánsson íþróttafræðingur sér um námskeiðin en áhersla er lögð á að faghópar vinni saman. Við erum með næringarfræðing í samstarfi við okkur sem heldur fyrirlestra og leiðbeinir um mataræði og höldum vel utan um okkar viðskiptavini." Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Sjúkraþjálfun Kópavogs hefur í vetur hrundið af stað margskonar heilsuátaksnámskeiðum og kennir þar ýmissa grasa. "Okkur finnst gaman að segja frá því að nú er komið í gang heilsuátak fyrir grunnskólabörn sem eru yfir kjörþyngd. Þetta gerum við í samvinnu við hjúkrunarfræðinga skólanna," segir Kristján Hj. Ragnarsson sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. "Hugmyndin var að reyna að ná í þessi börn og bjóða þeim upp á þjálfun innan stundaskrár sem gæti þá komið í staðinn fyrir leikfimina í skólanum. Þessir krakkar verða oft út undan í leikfimistímum og eru ekki í íþróttafélögunum þannig að þetta er líka stuðningur við íþróttakennarana sem þurfa að taka mið af getu allra í bekknum. Tölur sýna að þessi hópur fer stækkandi og okkur finnst þurfa að sinna honum sérstaklega. Niðurstaðan varð að bjóða upp á námskeið strax þegar skólatíma lýkur. Þetta hefur farið vel af stað, við héldum fundi með skóalstjórnendum og skólahjúkrunarfræðingum og náðum að tengja þetta saman. Við trúum að þetta sé nýjung sem muni takist vel og leggjum áherslu á að fá foreldra til okkar í fræðslu þannig að allir vinni vel saman. " Sjúkraþjálfun Kópavogs býður líka upp á heilsuátaksnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. "Við höfum verið með svokallaða stafagöngu og svo gönguhópa, þar sem fólk gengur með íþróttafræðingum. Þetta er bæði fyrir byrjendur og lengra komna," segir Kristján. "Þá bjóðum við upp á tíma í líkamsrækt eldsnemma á morgnana, í hádeginu og seinni partinn, eftir því hvað fólki hentar. Það eru ekki nema fimm í hverjum hóp þannig að nálægðin við íþróttafræðinginn er mikil og eftirlitið virkara. Hjalti Kristjánsson íþróttafræðingur sér um námskeiðin en áhersla er lögð á að faghópar vinni saman. Við erum með næringarfræðing í samstarfi við okkur sem heldur fyrirlestra og leiðbeinir um mataræði og höldum vel utan um okkar viðskiptavini."
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira