Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum 12. október 2004 00:01 "Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir. Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður. En það gerir hún svo sannarlega. Fríður hópur fólks á besta aldri kemur saman vikulega og syngur nokkur ættjarðarlög í eimbaðinu í Laugardalslauginni og það er svo sannarlega uppörvandi á kaldranalegum haustmorgni. "Íslendingar hafa gaman af því að syngja og það gerðist eiginlega að sjálfu sér að við fórum að taka lagið saman í gufunni," segir Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður, sem er virkur félagi í Sundkórnum. "Ég held að það sé a.m.k. komið á annað ár síðan við byrjuðum á þessu og nú er svona 15-30 manna kjarni sem syngur saman á hverjum föstudagsmorgni. Allir sem vilja eru velkomnir beint upp úr laugunum og inn í gufubaðið og menn þurfa ekki að þreyta nein sérstök inntökupróf i þennan kór. Við erum hinsvegar nokkuð heppin að því leyti til að þarna eru margir góðir söngvarar sem hafa verið burðarstoðir í góðum kórum og kunna ósköpin öll af lögum og textum. Mest er þó sungið þarna af lífsins list." Gömlu, íslensku lögin eru vinsælust á efnisskrá kórsins."Við syngjum næstum alltaf Á Sprengisandi og útlendingarnir hafa sérstaklega gaman af því að heyra það. Við syngjum oftast bara fjögur lög en ef við höldum að fólk hafi gaman af því að hlusta á okkur þá syngjum við meira." Flestir söngmannanna hafa stundað sund um árabil og mæta í laugarnar á hverjum degi og þeim er nánast sama hvernig viðrar. Er söngurinn heilsubót á við sundið? "Söngurinn er öðruvísi heilsubót því hann er gífurlega góður andlegri heilsu manna og þegar sett er saman söngur og sund er fólk í góðum málum," segir Jón Skaftason sundsöngvari að lokum og byrjar á Blátt lítið blóm eitt er og allir taka hressilega undir.
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira