Vatn og samba 30. ágúst 2004 00:01 "Ég kenni fyrst og fremst dansleikfimi og notast mest við sambahreyfingar," segir Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari sem kennir sambaleikfimi hjá Hreyfigreiningu og er að byrja að kenna bakleikfimi í vatni á Endurhæfingastöðinni við Grensás. Hennar sérgrein er manual therapy sem er sérhæfing í greiningu og meðferð á hrygg- og útlimaliðum og hún er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands í samvinnu við háskóla í Flórída. "Í vatninu er maður léttari. Þar sem þungi er tekinn af líkamanum og hægt er að nota mótstöðu frá vatninu við æfingar. Sá misskilningur er algengur að ekkert gerist í vatninu en hægt er að stjórna álaginu á líkamann í vatni," segir Harpa. Vatnið er sérstaklega gott fyrir þá sem eru mjög slæmir í baki því þeir eiga auðveldara með að hreyfa sig. "Það sem skiptir máli er að temja sér rétt hreyfimynstur sem dregur úr álaginu á hrygginn og stuðlar að réttri vöðvavinnu, réttri beitingu og réttu álagi. Í vatninu gerum við æfingar undir tónlist sem er bæði til að örva blóðstreymi, mýkja upp vöðvana og styrkja og liðka líkamann. Ég kenni fólki hagstætt stöðu- og hreyfimynstur sem fólk þarf að yfirfæra í hið daglega líf," segir Harpa og hlær bara þegar hún er spurð hvort það þýði að nemendur hennar taki sambaspor í tíma og ótíma. "Sambahreyfingar eru mjög góðar til að liðka upp stífa vöðva og eru þetta mjúkar danshreyfingar sem eru mjög skemmtilegar," segir Harpa sem hefur kennt dansleikfimina í ein 15 ár og er með dyggan hóp fólks sem sækir tímana til hennar ár hvert. Hún segir þó meirihluta þeirra vera konur en það slæðast með einstaka karlmenn sem hafa gaman af því að dansa. Háls- og bakvandamál eru reyndar mun algengari hjá konum en körlum sem hafi sitt að segja. Að mati Hörpu er dansinn dásamlegur til að takast á við þessi vandamál jafnt í danstímum sem í vatninu. "Í vatnsleikfiminni notast ég við samba. Það er kannski ekki eins auðvelt að dansa í vatninu en undir suðrænni seiðandi tónlist er allt hægt." Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég kenni fyrst og fremst dansleikfimi og notast mest við sambahreyfingar," segir Harpa Helgadóttir sjúkraþjálfari sem kennir sambaleikfimi hjá Hreyfigreiningu og er að byrja að kenna bakleikfimi í vatni á Endurhæfingastöðinni við Grensás. Hennar sérgrein er manual therapy sem er sérhæfing í greiningu og meðferð á hrygg- og útlimaliðum og hún er nú í doktorsnámi við Háskóla Íslands í samvinnu við háskóla í Flórída. "Í vatninu er maður léttari. Þar sem þungi er tekinn af líkamanum og hægt er að nota mótstöðu frá vatninu við æfingar. Sá misskilningur er algengur að ekkert gerist í vatninu en hægt er að stjórna álaginu á líkamann í vatni," segir Harpa. Vatnið er sérstaklega gott fyrir þá sem eru mjög slæmir í baki því þeir eiga auðveldara með að hreyfa sig. "Það sem skiptir máli er að temja sér rétt hreyfimynstur sem dregur úr álaginu á hrygginn og stuðlar að réttri vöðvavinnu, réttri beitingu og réttu álagi. Í vatninu gerum við æfingar undir tónlist sem er bæði til að örva blóðstreymi, mýkja upp vöðvana og styrkja og liðka líkamann. Ég kenni fólki hagstætt stöðu- og hreyfimynstur sem fólk þarf að yfirfæra í hið daglega líf," segir Harpa og hlær bara þegar hún er spurð hvort það þýði að nemendur hennar taki sambaspor í tíma og ótíma. "Sambahreyfingar eru mjög góðar til að liðka upp stífa vöðva og eru þetta mjúkar danshreyfingar sem eru mjög skemmtilegar," segir Harpa sem hefur kennt dansleikfimina í ein 15 ár og er með dyggan hóp fólks sem sækir tímana til hennar ár hvert. Hún segir þó meirihluta þeirra vera konur en það slæðast með einstaka karlmenn sem hafa gaman af því að dansa. Háls- og bakvandamál eru reyndar mun algengari hjá konum en körlum sem hafi sitt að segja. Að mati Hörpu er dansinn dásamlegur til að takast á við þessi vandamál jafnt í danstímum sem í vatninu. "Í vatnsleikfiminni notast ég við samba. Það er kannski ekki eins auðvelt að dansa í vatninu en undir suðrænni seiðandi tónlist er allt hægt."
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira