Hugljómun 13. október 2005 14:24 Eftir samveru mína með Yogi Shanti Desai í mars og maí á þessu ári velti ég því mikið fyrir mér hvort það sé eitthvað til sem heitir hugljómun. Í bókum um andleg fræði er oft rætt um hugljómun sem upphafið eða yfirnáttúrulegt ástand. Öll samfélög hafa átt það til að skrifa sögur um andlega rómantík. Ég vil alls ekki draga þær allar í efa en ef hugljómun er raunveruleg getur þá verið að hún sé aðeins venjulegri en margir vilja meina? Þarf nokkur að svífa um í lausu lofti eða framkvæma kraftaverk til þess að teljast hugljómaður? Ef hugljómun er raunverulegt ástand snýst hún þá ekki frekar um að sjá hlutina í skýru ljósi? Sjá hlutina eins og þeir eru frekar en að sjá þá eins og við viljum að þeir séu? Búdda fékk nafn sitt vegna þess að það þýðir "sá sem er fullkomlega vakandi". Því spyr ég sjálfan mig: "Myndi ég þekkja mann sem hefur orðið fyrir hugljómun ef ég hitti hann úti á götu? Ganga þeir sem hafa fengið hugljómun mögulega á meðal okkar án þess að við vitum af því?" Ég veit að þessar vangaveltur mínar verða mögulega misskildar og ég er kannski í við háfleygari en venjulega, en ef ég hef fengið einhvern til að hugsa um ástand hugljómunar og efast eitt augnablik um þær sögur sem okkur eru sagðar (yfirleitt ekki frá fyrstu hendi) þá er markmiði mínu náð. Ég tel að andlegt líf snúist um að standa á eigin fótum. Ramana Maharishi spurði til dæmis: "Til hvers að reyna að þekkja Guð ef við þekkjum ekki einu sinni okkur sjálf?" Heilsa Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eftir samveru mína með Yogi Shanti Desai í mars og maí á þessu ári velti ég því mikið fyrir mér hvort það sé eitthvað til sem heitir hugljómun. Í bókum um andleg fræði er oft rætt um hugljómun sem upphafið eða yfirnáttúrulegt ástand. Öll samfélög hafa átt það til að skrifa sögur um andlega rómantík. Ég vil alls ekki draga þær allar í efa en ef hugljómun er raunveruleg getur þá verið að hún sé aðeins venjulegri en margir vilja meina? Þarf nokkur að svífa um í lausu lofti eða framkvæma kraftaverk til þess að teljast hugljómaður? Ef hugljómun er raunverulegt ástand snýst hún þá ekki frekar um að sjá hlutina í skýru ljósi? Sjá hlutina eins og þeir eru frekar en að sjá þá eins og við viljum að þeir séu? Búdda fékk nafn sitt vegna þess að það þýðir "sá sem er fullkomlega vakandi". Því spyr ég sjálfan mig: "Myndi ég þekkja mann sem hefur orðið fyrir hugljómun ef ég hitti hann úti á götu? Ganga þeir sem hafa fengið hugljómun mögulega á meðal okkar án þess að við vitum af því?" Ég veit að þessar vangaveltur mínar verða mögulega misskildar og ég er kannski í við háfleygari en venjulega, en ef ég hef fengið einhvern til að hugsa um ástand hugljómunar og efast eitt augnablik um þær sögur sem okkur eru sagðar (yfirleitt ekki frá fyrstu hendi) þá er markmiði mínu náð. Ég tel að andlegt líf snúist um að standa á eigin fótum. Ramana Maharishi spurði til dæmis: "Til hvers að reyna að þekkja Guð ef við þekkjum ekki einu sinni okkur sjálf?"
Heilsa Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira