Húðlyf veldur þunglyndi 5. júlí 2004 00:01 Víðs vegar á netinu má lesa um reynslu fólks af hræðilegum aukaverkunum húðlyfsins roaccutan, sem talið er að geti valdið svo alvarlegu þunglyndi að því megi kenna um nokkur tilfelli sjálfsvíga. Oft eru notendur lyfsins unglingar sem varla mega við þeirri andlegu áreynslu sem lyfið reynist sumum vera. Roaccutan er gefið sem neyðarúrræði gegn bólum, þegar sjúklingur sem á við alvarlegt húðvandamál að glíma hefur prófað pensilíntengda kúra eða aðrar húðmeðferðir án viðunandi árangurs. Lyfið er gríðarlega sterkt og hefur í för með sér fjölda óþægilegra aukaverkana en er jafnframt oft eina lausnin á langvarandi stríði við unglingabólur. Skömmtun lyfsins er vandasöm og vart á færi annarra en sérfræðinga í húðsjúkdómum. Í Roaccutan er ísótretínóín, efni skylt A-vítamíni sem hefur margvísleg áhrif á starfsemi húðfrumna, minnkar framleiðslu húðfitu og fækkar þeim bakteríum sem valda bólgu í húð. Húðvandamál geta haft mjög neikvæð andleg áhrif, sérstaklega ef þau eru langvarandi. Þeir sem fundið hafa fyrir þunglyndi áður en þeir gangast undir roaccutan-meðferð eru því líklegri til að verða enn dapurri við inntöku lyfsins. Að sögn Rannveigar Pálsdóttur húðlæknis er undirbúningur fyrir meðferðina mikilvægt atriði svo sjúklingurinn geri sér grein fyrir öllum mögulegum aukaverkunum. "Það er sameiginleg ákvörðun sjúklings og læknis að hefja roaccutan-meðferð og læknar vita að ákveðin hætta fylgir því að taka lyfið. Slæm andleg áhrif þess sýnist mér leggjast hvað mest á unga stráka. Skömmtun roaccutans er háð þyngd og þar sem strákarnir eru yfirleitt þyngri fá þeir hærri skammta í einu og jafnvel fleiri aukaverkanir. Roaccutan virkar það vel að þó því fylgi ýmsir ókostir er það samt besta lausnin fyrir marga. Húðlæknar hafa öðlast meiri reynslu og kunnáttu á notkun þess og í kjölfarið hafa skammtanirnar breyst dálítið. Nú eru margir farnir að gefa minni skammta í einu og dreifa gjöfinni á lengri tíma því heildarmagn lyfsins skiptir meira máli en dagskammtur. " Rannveig segir það andlegt álag að vera með mikið af bólum og því þurfi að meðhöndla alvarleg húðvandamál snemma. "Ég þekki dæmi um krakka sem ekki fara í skólann eða sund því vanlíðanin vegna bóla er svo mikil. Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir og því er nauðsynlegt að gefa þeim lyf til að takast á við vandamálið þó því fylgi aukaverkanir. Það hefur jákvæð áhrif að losna við bólurnar. Roaccutan er ekki endilega neyðarúrræði lengur og mér þykir betra að gefa það fyrr en síðar. Ef húðin er ekki meðhöndluð koma ör og varanlegir skaðar á húðina sem ekki er hægt að laga með lyfjum. Á meðan ekkert annað og betra lyf er fyrir hendi mæli ég með roaccutan fyrir þá sem það þurfa. Þegar ungir einstaklingar hefja notkun á slíku lyfi er mjög nauðsynlegt að upplýsa fjölskylduna eða aðra í umhverfinu um virkni þess." Breytileg veðrátta og sveiflukennt hitastig hefur slæm áhrif á húðina og sérstaklega fólk sem notar roaccutan. "Talið er að roaccutan-meðferðir í norður-evrópskum löndum þurfi því að vera lengri en annars staðar og með minni dagsskömmtum." Heilsa Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Víðs vegar á netinu má lesa um reynslu fólks af hræðilegum aukaverkunum húðlyfsins roaccutan, sem talið er að geti valdið svo alvarlegu þunglyndi að því megi kenna um nokkur tilfelli sjálfsvíga. Oft eru notendur lyfsins unglingar sem varla mega við þeirri andlegu áreynslu sem lyfið reynist sumum vera. Roaccutan er gefið sem neyðarúrræði gegn bólum, þegar sjúklingur sem á við alvarlegt húðvandamál að glíma hefur prófað pensilíntengda kúra eða aðrar húðmeðferðir án viðunandi árangurs. Lyfið er gríðarlega sterkt og hefur í för með sér fjölda óþægilegra aukaverkana en er jafnframt oft eina lausnin á langvarandi stríði við unglingabólur. Skömmtun lyfsins er vandasöm og vart á færi annarra en sérfræðinga í húðsjúkdómum. Í Roaccutan er ísótretínóín, efni skylt A-vítamíni sem hefur margvísleg áhrif á starfsemi húðfrumna, minnkar framleiðslu húðfitu og fækkar þeim bakteríum sem valda bólgu í húð. Húðvandamál geta haft mjög neikvæð andleg áhrif, sérstaklega ef þau eru langvarandi. Þeir sem fundið hafa fyrir þunglyndi áður en þeir gangast undir roaccutan-meðferð eru því líklegri til að verða enn dapurri við inntöku lyfsins. Að sögn Rannveigar Pálsdóttur húðlæknis er undirbúningur fyrir meðferðina mikilvægt atriði svo sjúklingurinn geri sér grein fyrir öllum mögulegum aukaverkunum. "Það er sameiginleg ákvörðun sjúklings og læknis að hefja roaccutan-meðferð og læknar vita að ákveðin hætta fylgir því að taka lyfið. Slæm andleg áhrif þess sýnist mér leggjast hvað mest á unga stráka. Skömmtun roaccutans er háð þyngd og þar sem strákarnir eru yfirleitt þyngri fá þeir hærri skammta í einu og jafnvel fleiri aukaverkanir. Roaccutan virkar það vel að þó því fylgi ýmsir ókostir er það samt besta lausnin fyrir marga. Húðlæknar hafa öðlast meiri reynslu og kunnáttu á notkun þess og í kjölfarið hafa skammtanirnar breyst dálítið. Nú eru margir farnir að gefa minni skammta í einu og dreifa gjöfinni á lengri tíma því heildarmagn lyfsins skiptir meira máli en dagskammtur. " Rannveig segir það andlegt álag að vera með mikið af bólum og því þurfi að meðhöndla alvarleg húðvandamál snemma. "Ég þekki dæmi um krakka sem ekki fara í skólann eða sund því vanlíðanin vegna bóla er svo mikil. Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir og því er nauðsynlegt að gefa þeim lyf til að takast á við vandamálið þó því fylgi aukaverkanir. Það hefur jákvæð áhrif að losna við bólurnar. Roaccutan er ekki endilega neyðarúrræði lengur og mér þykir betra að gefa það fyrr en síðar. Ef húðin er ekki meðhöndluð koma ör og varanlegir skaðar á húðina sem ekki er hægt að laga með lyfjum. Á meðan ekkert annað og betra lyf er fyrir hendi mæli ég með roaccutan fyrir þá sem það þurfa. Þegar ungir einstaklingar hefja notkun á slíku lyfi er mjög nauðsynlegt að upplýsa fjölskylduna eða aðra í umhverfinu um virkni þess." Breytileg veðrátta og sveiflukennt hitastig hefur slæm áhrif á húðina og sérstaklega fólk sem notar roaccutan. "Talið er að roaccutan-meðferðir í norður-evrópskum löndum þurfi því að vera lengri en annars staðar og með minni dagsskömmtum."
Heilsa Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lögreglumaðurinn sem gerðist sakamaður Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira