Þeir sem að reykja 21. júní 2004 00:01 Reykingarmenn sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur geta náð sama heilbrigði og þeir sem aldrei hafa reykt. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar. Það tekur samt tímann sinn að jafna sig og í rannsókninni kom í ljós að einungis þeir sem höfðu ekki reykt í 15 ár eða meira höfðu náð jafnöldrum sínum í heilbrigði og hreysti. Dr. Donald H. Taylor, prófessor við Duke-háskóla í Norður-Karólínu, sem stýrði rannsókninni varar við að fólk taki niðurstöðunum sem svo að það sé í lagi að reykja til 35 ára aldurs. "Vandamálið er að um leið og maður byrjar að reykja þá verður erfitt að hætta." Í skýrslunni segja Taylor og félagi hans dr. Truls Ostbye að margir einblíni aðeins á það að reykingar drepi en gleymi að hugsa um að þær hafa líka afar slæm áhrif á árin sem maður lifir. Í rannsókninni töluðu Taylor og Ostbye við yfir 20.000 manns, miðaldra og eldri. Þeir komust að því að reykingarfólk missir fyrr heilsu en þeir sem ekki reykja. Þeir komust einnig að því að fólk sem hafði hætt að reykja 15 árum áður en rannsóknin var gerð, og hafði hætt á aldrinum 35-45 voru jafn heilbrigð og þeir sem aldrei höfðu reykt. Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Reykingarmenn sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur geta náð sama heilbrigði og þeir sem aldrei hafa reykt. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar. Það tekur samt tímann sinn að jafna sig og í rannsókninni kom í ljós að einungis þeir sem höfðu ekki reykt í 15 ár eða meira höfðu náð jafnöldrum sínum í heilbrigði og hreysti. Dr. Donald H. Taylor, prófessor við Duke-háskóla í Norður-Karólínu, sem stýrði rannsókninni varar við að fólk taki niðurstöðunum sem svo að það sé í lagi að reykja til 35 ára aldurs. "Vandamálið er að um leið og maður byrjar að reykja þá verður erfitt að hætta." Í skýrslunni segja Taylor og félagi hans dr. Truls Ostbye að margir einblíni aðeins á það að reykingar drepi en gleymi að hugsa um að þær hafa líka afar slæm áhrif á árin sem maður lifir. Í rannsókninni töluðu Taylor og Ostbye við yfir 20.000 manns, miðaldra og eldri. Þeir komust að því að reykingarfólk missir fyrr heilsu en þeir sem ekki reykja. Þeir komust einnig að því að fólk sem hafði hætt að reykja 15 árum áður en rannsóknin var gerð, og hafði hætt á aldrinum 35-45 voru jafn heilbrigð og þeir sem aldrei höfðu reykt.
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira