Áfengislaus fjölskyldustaður 14. júní 2004 00:01 Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð? Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð?
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Fleiri fréttir „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira