Áfengislaus fjölskyldustaður 14. júní 2004 00:01 Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð? Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um heilsu líkama og sálar. Ég var nýlega staddur í Bandaríkjunum sem er ekki í frásögur færandi nema vegna staðarins sem ég dvaldi á. Ég fór í tveggja vikna heimsókn til Yogi Shanti Desai sem hefur margoft sótt Ísland heim. Þessi stutta grein fjallar ekki um dvöl mína hjá honum heldur frekar þann bæ sem Yogi Shanti Desai býr í. Bærinn heitir Ocean City og finnst í New Jersey en það er til annar bær með sama nafni í Maryland. Það merkilega við þennan bæ í NJ er að þar má hvergi selja áfengi. Þar er engin áfengisverslun, hvergi er selt áfengi við ströndina, á veitingastöðum eða kaffihúsum. Íbúafjöldi allt árið er um 15 þúsund en á sumrin tífaldast sá fjöldi iðulega og þar búa allt að 150 þúsund manns. Og af hverju sækir fólk í Ocean City? Vegna þess að bærinn er áfengislaus fjölskyldustaður. Ég var þar um hvítasunnuna en þá halda Bandaríkjamenn upp á Memorial Day. Þá fylltist ströndin af fjölskyldum og ég skal segja ykkur að ég hef aldrei upplifað jafn góða stemningu á neinni sólarströnd, nema þá kannski mannlausri strönd í Ástralíu. Ég myndi gjarnan vilja upplifa þessa stemningu hér á landi og spyr því: Hvaða íslenska bæjarfélag hefur hugrekki til að bjóða fjölskyldum upp á áfengislausa og áhyggjulausa umgjörð?
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira