„Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ „Ég held sérstaklega mikið upp á skósafnið mitt. Þetta eru skór sem ég hef keypt á nytjamörkuðum víða um heiminn og aðrir skór frá merkjum sem ég held upp á,“ segir hin 21 árs gamla Aníta Ósk, fyrirsæta, sporðdreki og tískudrottning. Aníta hætti í viðskiptafræði og ákvað að elta drauminn en hún flytur til Mílanó í október og hefur nám í skartgripahönnun við listaháskólann IED. Tíska og hönnun 3.9.2025 20:02
Kaupir fjórða húsið við sömu götu Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur. Lífið 3.9.2025 19:08
Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. Bíó og sjónvarp 3.9.2025 19:02
Fjarsambandinu loksins lokið „Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum. Tónlist 3.9.2025 11:30
Nældi sér í einn umdeildan Nýjasta stjörnupar Hollywood vekur furðu meðal margra en bomban og ofurstjarnan Sydney Sweeney virðist hafa fallið fyrir umboðsmanninum og athafnamanninum Scooter Braun. Lífið 3.9.2025 10:03
Er hægt að komast yfir framhjáhald? Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Lífið 3.9.2025 09:59
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Hljómsveitin Valdimar hefur gefið út sitt fyrsta lag í heil sjö ár en það hefur þó ekki gengið þrautarlaust. Lagið heitir Lungu og er myndbandið við lagið frumsýnt hér á Vísi. Tónlist 3.9.2025 09:00
Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Í samfélaginu ríkir ákveðið þjóðbúningaæði og segja sumir tískuspekingar að slík flík sé ómissandi í fataskápinn fyrir þau sem kjósa að kalla sig alvöru skvísur. Þjóðbúningadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Þjóðminjasafninu laugardaginn 6. september og blaðamaður tók í tilefni af því púlsinn á Kristínu Völu formanni Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Tíska og hönnun 3.9.2025 07:02
Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna. Lífið 2.9.2025 23:42
Svona færðu fullnægingu án handa Aðgengi að kynlífstækjum og framboð þeirra hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og nú. Þetta getur þótt yfirþyrmandi og fólk á stundum erfitt með að velja hvaða tæki sé þess virði að fjárfesta í fyrir hina fullkomnu unaðsstund. Konur, eða fólk með leggöng, þurfa ekki að örvænta. Þið hafið þegar hið fullkomna kynlífstæki, lærin ykkar. Lífið 2.9.2025 21:00
Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Ólafía Sigurrós Jónsdóttir er aðalfyrirsæta í nýjustu herferð 66°Norður. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Ólafía er 99 ára gömul sem gerir hana að elstu fyrirsætu landsins og án efa eina af elstu fyrirsætum heims. Tíska og hönnun 2.9.2025 19:01
Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, fer fram í 24. sinn frá 4. til 7. september. Um 150 viðburðir eru skráðir í dagskrá Ljósanætur en meðal þeirra sem koma fram eru Væb, Steindi Jr. og hljómsveitin Valdimar. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu. Menning 2.9.2025 18:01
Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Huggulegasta hommapar landsins, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifvaldur, og unnusti hans, Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, hafa fest kaup á fallegri hæð í Suðurhlíðum Kópavogs. Lífið 2.9.2025 17:02
Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 15:46
Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni. Lífið 2.9.2025 15:00
Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. Tíska og hönnun 2.9.2025 13:26
Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega. Lífið 2.9.2025 11:38
Framsóknarprins fékk formannsnafn Sigurður Ingi Jóhannsson fékk alnafna þegar áttunda barnabarn hans var skírt um helgina. Drengurinn er grænn í báðar ættir því móðir hans, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi þingmaður Framsóknar meðan faðirinn, Jóhann H. Sigurðsson, var skrifstofustjóri flokksins. Lífið 2.9.2025 11:25
Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Ástin svífur yfir vötnum í Vesturbænum en 107 drottningin Sylvía Hall, lögfræðingur hjá Logos og fyrrum fjölmiðlakona, sagði já við Viðar Þór Sigurðsson, sérfræðing á fjármálasviði hjá Norðurál, þegar hann bað um hönd hennar á dögunum. Lífið 2.9.2025 11:11
Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Það var líf og fjör á árlegu golfmóti FM957 sem haldið var á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Þetta er í tíunda sinn sem mótið fer fram, en keppt var í Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem tveggja manna lið spiluðu saman. Lífið 2.9.2025 10:42
„Og Rakel er á lausu!“ Árlegt freyðivínshlaup í Elliðarárdalnum fór fram í gærkvöldi en þar klæðast keppendur sumarkjólum og dreypa á víni á milli þess sem þeir hlaupa fimm kílómetra leið. Lífið 2.9.2025 09:27
Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga „Það er ekki þannig að lífið gangi út á að skilja eftir stærsta dánarbúið. Það er ekki stigatafla í kirkjugarðinum og það er heldur ekki verið að halda bókhald um það hver leyfði sér aldrei neitt og sá vinnur leikinn,“ segir fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson í viðtali við Ísland í dag. Lífið 2.9.2025 09:05
Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars. Lífið samstarf 2.9.2025 09:03
Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Á fimmtudag hefst hinsegin kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin er skipulögð af Óla Hirti Ólafssyni, rekstrarstjóra kvikmyndahússins, Sigríði Ásgeirsdóttur, kynja- og menningarfræðingi, og Charlottu Rós Sigmundsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 08:02