Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Pistasíu- og döðludraumur Jönu

Heilsukokkurinn Jana Steingrím deilir hér einfaldri og ómótstæðilegri uppskrift af sætum pistasíu-, döðlu- og súkkulaðibitum. Geymdu bitana í frysti svo þú getir gripið einn og einn þegar þig langar í eitthvað sætt með kaffinu.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hjálpa öðrum að eignast lítil krafta­verk

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir og maðurinn hennar eru ein af fjöldamörgum pörum sem hafa sótt sér aðstoð heilbrigðisstofnunar erlendis til að verða ólétt. Við ræddum við Sigrúnu um aðdragandann, ferlið og hvers vegna þau völdu að leita sér aðstoðar á Spáni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þessi litla breyting breytti í raun öllu!

Andrea Sigurðardóttir starfar í markaðsdeild Bestseller ásamt því að hafa innleitt nýtt æfingakerfi sem heitir „Empower Barre“ sem hún þjálfar í KATLA Fitness. Áður en Andrea Sigurðardóttir fann lausn á sínum meltingarvandamálum glímdi hún árum saman við meltingaróþægindi. Hér að neðan segir hún frá upplifun sinni, hvernig meltingin var of hröð, næringarefnin nýttust illa og hvernig hún var búin að sætta sig við að þetta væri hennar norm.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sultuslakir stranda­glópar eftir heilsuferð til Split

Nú þegar rúmur sólarhringur er liðinn frá því að forsvarsmenn Play sögðu félagið fallið eru fjölmargir farþegar í vanda og reyna eftir fremsta megni að finna annað flug heim með hraði. Tvær konur í heilsuferð í Króatíu taka þó þessu verkefni með miklu æðruleysi enda var tilgangur ferðarinnar að efla líkamlega og andlega heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því

Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín.

Innlent
Fréttamynd

Bragð­góð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk

Það er fátt jafn notalegt og bragðgóðar haustsúpur þegar dimmir og kuldinn færist yfir. Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengri graskers- og púrrlaukssúpu úr smiðju Jönu Steingríms, heilsukokks og jógagyðju, sem kann listina að búa til næringaríkan og bragðgóðan mat.

Lífið
Fréttamynd

Fékk sterkari bein án lyfja

Árið 2017 fékk Sigrún Ágústsdóttir boð um að taka þátt í rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem almennt heilsufar var metið. Flest kom vel út – nema að í ljós kom að hún var með beinþynningu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint mis­rétti“

Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið.

Innlent
Fréttamynd

Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi

Daníel Ingi Bergmann stofnaði fyrirtækið Ingling tvítugur með það að markmiði að þróa fæðubótarefni sem virka. Í dag selur hann eigin vörur um allt land. Allt byrjaði þetta sem persónuleg tilraun til að öðlast meiri orku – sem endaði með því að breyta lífi annarra.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Lífið