FCK rassskellti frændur sína frá Malmö FCK er komið örugglega áfram í Meistaradeild Evrópu eftir algjöran yfirburðasigur á Malmö í kvöld. Fótbolti 12.8.2025 19:02
Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis heldur áfram að bæta heimsmetið í greininni en í dag stökk hann 6,29 metra á móti í Ungverjaldni og bætti þar með eigið met um einn sentimeter. Sport 12.8.2025 17:35
Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Heimir Guðjónsson og Dean Martin fá báðir eins leiks bann fyrir að stinga saman nefjum í leik FH og ÍA í gærkvöldi. Afturelding mun síðan missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik, vegna þess að aganefndin kemur aðeins saman á þriðjudögum. Íslenski boltinn 12.8.2025 17:00
Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað David Coote, fyrrverandi dómara í ensku úrvalsdeildinni, í átta vikna bann fyrir ummæli sem hann lét falla um Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool. Enski boltinn 12.8.2025 12:19
Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Jess Carter, leikmaður Evrópumeistara Englands í fótbolta, óttaðist að samherji hennar, Lauren James, yrði fyrir barðinu á stjarnfræðilega miklum kynþáttafordómum ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á sinni spyrnu í vítakeppninni gegn Svíþjóð á EM. Fótbolti 12.8.2025 12:01
Ronaldo trúlofaður Cristiano Ronaldo, leikja- og markahæsti landsliðsmaður sögunnar, er trúlofaður. Unnusta hans, Georgina Rodríguez, greindi frá þessu á Instagram í gær. Fótbolti 12.8.2025 11:32
Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sérfræðingar Stúkunnar höfðu gaman að látunum á hliðarlínunni í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í gær. Ólafur Kristjánsson efast þó um að þau hafi haft mikil áhrif á gang mála inni á vellinum. Íslenski boltinn 12.8.2025 11:00
Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Handboltaáhugafólk ætti að leggja nafn Slóvenans Aljus Anzic á minnið. Strákurinn skráði sig í sögubækurnar með magnaðri frammistöðu gegn Noregi á HM U-19 ára í gær. Handbolti 12.8.2025 10:30
Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga FH og KR komu til baka og unnu mikilvæga sigra á ÍA og Aftureldingu í Bestu deild karla í gær. Íslenski boltinn 12.8.2025 10:01
Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson átti góða byrjun á US Amateur Championship mótinu sem haldið er á The Olympic Club í San Fransisco og er í fimmta sæti, tveimur höggum á eftir efstu kylfingum eftir fyrsta hring. Golf 12.8.2025 09:32
„Dóri verður að hætta þessu væli“ Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er orðinn þreyttur á því sem honum finnast vera tíðar afsakanir Halldórs Árnasonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtölum eftir leiki. Íslenski boltinn 12.8.2025 09:03
Ingibjörg seld til Freiburg Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Ingibjörg Sigurðardóttir, hefur verið seld frá Brøndby til Freiburg. Fótbolti 12.8.2025 08:45
Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Tennisstjarnan Emma Raducanu bað um að grátandi barni yrði vísað af vellinum í leik hennar gegn Arynu Sabalenku á Cincinatti Open. Sport 12.8.2025 08:32
Enska augnablikið: Sá allra svalasti Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Það er einn maður í sögu deildarinnar sem er einfaldlega svalari en aðrir. Sá heitir Eric Cantona og er í miklu uppáhaldi hjá Henry Birgi Gunnarssyni, líkt og fleirum. Enski boltinn 12.8.2025 08:02
„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, segir öllum öðrum liðum ensku úrvalsdeildarinnar vera í nöp við Rauðu djöflana. Enski boltinn 12.8.2025 07:01
Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Fótbolti, eða knattspyrna, á hug okkar allan í dag. Sport 12.8.2025 06:03
Bale af golfvellinum og á skjáinn Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna og snúið sér nær alfarið að golfi hefur Gareth Bale ákveðið að halda sér í sviðsljósinu með því að semja við TNT Sports. Mun hann vera hluti af teymi fjölmiðilsins í kringum ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 11.8.2025 23:30
Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gæti staðið vaktina í marki Brentford þegar enska úrvalsdeildin í fótbolta fer af stað um næstu helgi. Enski boltinn 11.8.2025 23:02
„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“ Íslenski boltinn 11.8.2025 22:09
„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Þetta gerist ekki betra,“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, bakvörður KR, eftir sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í Bestu deild karla. KR er þar með komið upp úr fallsæti. Íslenski boltinn 11.8.2025 22:01
„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. Íslenski boltinn 11.8.2025 21:51
Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Liðsfélagarnir fyrrverandi Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir að þeim lenti saman í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 11.8.2025 20:24
Donnarumma skilinn eftir heima Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma verður hvergi sjáanlegur þegar París Saint-Germian mætir Tottenham Hotspur í Ofurbikar Evrópu. Enski boltinn 11.8.2025 19:45
Kolbeinn tryggði stigin þrjú Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður Gautaborgar í efstu deild sænska fótboltans, skoraði sitt sjötta mark á tímabilinu í 1-0 sigri á GAIS. Fótbolti 11.8.2025 18:59