KKÍ

Fréttamynd

Sér­fræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð hættur: „Dreginn á asna­eyrunum“

Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti.

Körfubolti
Fréttamynd

Beittu sér fyrir keppnis­banni Ís­raela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“

Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið

Kristófer Acox er ekki í æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir komandi Evrópumót sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur.

Körfubolti
Fréttamynd

Þakkaði sjálf­boða­liðum og minnti á mikil­vægi í­þrótta

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til

Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

KKÍ breytir reglum varðandi er­lenda leik­menn

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­selt á úr­slita­leik KR og Vals

Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Körfubolti
  • «
  • 1
  • 2