Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar 11. janúar 2026 14:32 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ (Körfuboltasambands Íslands), skrifaði grein á visir.is og Morgunblaðið í gær, þar sem hann ber saman framlög hins opinbera til íþróttahreyfingarinnar og kvikmyndagerðar. Kristinn fullyrðir í greininni að kvikmyndagerð á Íslandi hafi árið 2025 notið 340% hærri framlaga frá hinu opinbera en íþróttirnar. Hann spyr hvers vegna erlend fyrirtæki fái endurgreiðslur úr ríkissjóði á meðan íþróttahreyfingin, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum almannaheillafélögum, fái miklu minna. Kristinn talar um hið mikilvæga forvarnarstarf, sem íþróttahreyfingin sinnir, og hve alvarlegt það sé hve hið opinbera svelti hreyfinguna. Hann fjallar einnig um vanda íþróttahreyfingarinnar vegna skorts á sjálfboðaliðum sem hann vill meina að stafi af því sem hann kallar íþróttaskuld hins opinbera. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) hafi vanrækt framlög til íþróttamála vegna sjálfboðaliðanna sem þau treysta um of á. Núna séu sjálfboðaliðarnir útkeyrðir og hverfi frá starfinu. Ríkið 1,5 ma. kr. og sveitarfélögin 37,3 ma.kr. Af lestri greinarinnar mætti ætla að hið opinbera hafi algjörlega svikið íþróttirnar í landinu. Því fer fjarri. Greinin er því miður algjörlega laus við sjálfsgagnrýni íþróttahreyfingarinnar og þá sérstaklega körfuboltans, þeirrar greinar sem formaðurinn er í forsvari fyrir. Nærþjónustan, lögbundin og ólögbundin, er á forræði sveitarfélaganna. Kristinn nefnir sveitarfélögin í greininni og hvað þau séu að standa sig illa en skautar algjörlega framhjá því að nefna framlög þeirra til íþróttamála. Eina talan sem hann nefnir er 1,5 ma.kr. sem ÍSÍ og sérsamböndin, þ.á.m. sambandið sem hann er í forsvari, fá á hverju ári frá ríkinu. Framlög sveitarfélaganna til íþróttamála voru samkvæmt ársreikningi þeirra 37,3 ma.kr. árið 2024. Þau voru 35 ma.kr. árið 2023 og 31 ma.kr. árið 2022. Þessi framlög eru með því hæsta sem gerist á heimsvísu. Þau renna því miður ekki öll í almannaheill heldur í „football manager“ leiki misvitra stjórnarmanna innan hreyfingarinnar. Kristinn nefnir ekki þessar upphæðir í þessari tilraun sinni til að efna til enn einna átakanna á milli lista og menningar og íþróttanna. Glórulaus ákvarðanataka – hin raunverulega íþróttaskuld Sjálfboðaliðar eru ekki að hverfa frá íþróttahreyfingunni vegna skorts á framlögum hins opinbera. Ástæðurnar er því miður að finna innan hreyfingarinnar sjálfrar og þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið sl. ár. Körfuboltinn á Íslandi er líklega langbesta dæmið um þetta. Algjörlega ósjálfbær rekstur meistaraflokka, þar sem erlendir atvinnumenn hafa verið í nær öllum hlutverkum, hefur valdið gríðarlegum breytingum á umhverfi íþróttarinnar. Brottfall íslenskra leikmanna, leikmannanna sem almannaheillafélögin eru stofnuð í kringum, hefur verið mikið sl. átta ár. Sjálboðaliðarnir, sem Kristinn segir vera að hrökklast frá, koma hins vegar oftar en ekki til liðs við íþróttirnar í gegnum iðkendurna, þá sjálfa eða aðstandendur þeirra. Stjórn KKÍ, með formanninn í broddi fylkingar hunsaði ákvörðun þings körfuknattleikshreyfingarinnar vorið 2025. Þar reyndu félögin að vinda ofan af því villta vestri sem ríkti á leikmannamarkaðnum. Félögin samþykktu að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði við þrjá á vellinum í einu. Stjórnin breytti þeirri ákvörðun án samráðs í fjóra. Því til viðbótar fóru ýmsir stjórnarmenn hreyfingarinnar mikinn í lobbýisma fyrir því að veita erlendum leikmönnum ríkisborgararétt. Þannig fengu sjö erlendir leikmenn ríkisborgararétt í gegnum Alþingi vorið 2025. Sumir höfðu búið hér árum saman og eiga hér fjölskyldur, aðrir höfðu dvalið hér í skamman tíma. Allt gert til að fjölga erlendum atvinnumönnum á kostnað iðkenda úr hreyfingunni. Vandi íþróttahreyfingarinnar liggur ekki í ónógu fjárframlagi frá stjórnvöldum, heldur liggur vandinn að langmestu leyti í ósjálfbærum rekstri og skammsýni. Íþróttaskuldin er vissulega raunveruleg en hún er við ungt íþróttafólk sem forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa gleymt að er í raun eini tilgangur hennar að starfa fyrir. Höfundur er áhugamaður um körfubolta og sjálfboðaliði innan körfuboltahreyfingarinnar í 16 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason KKÍ Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kristinn Albertsson, formaður KKÍ (Körfuboltasambands Íslands), skrifaði grein á visir.is og Morgunblaðið í gær, þar sem hann ber saman framlög hins opinbera til íþróttahreyfingarinnar og kvikmyndagerðar. Kristinn fullyrðir í greininni að kvikmyndagerð á Íslandi hafi árið 2025 notið 340% hærri framlaga frá hinu opinbera en íþróttirnar. Hann spyr hvers vegna erlend fyrirtæki fái endurgreiðslur úr ríkissjóði á meðan íþróttahreyfingin, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum almannaheillafélögum, fái miklu minna. Kristinn talar um hið mikilvæga forvarnarstarf, sem íþróttahreyfingin sinnir, og hve alvarlegt það sé hve hið opinbera svelti hreyfinguna. Hann fjallar einnig um vanda íþróttahreyfingarinnar vegna skorts á sjálfboðaliðum sem hann vill meina að stafi af því sem hann kallar íþróttaskuld hins opinbera. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) hafi vanrækt framlög til íþróttamála vegna sjálfboðaliðanna sem þau treysta um of á. Núna séu sjálfboðaliðarnir útkeyrðir og hverfi frá starfinu. Ríkið 1,5 ma. kr. og sveitarfélögin 37,3 ma.kr. Af lestri greinarinnar mætti ætla að hið opinbera hafi algjörlega svikið íþróttirnar í landinu. Því fer fjarri. Greinin er því miður algjörlega laus við sjálfsgagnrýni íþróttahreyfingarinnar og þá sérstaklega körfuboltans, þeirrar greinar sem formaðurinn er í forsvari fyrir. Nærþjónustan, lögbundin og ólögbundin, er á forræði sveitarfélaganna. Kristinn nefnir sveitarfélögin í greininni og hvað þau séu að standa sig illa en skautar algjörlega framhjá því að nefna framlög þeirra til íþróttamála. Eina talan sem hann nefnir er 1,5 ma.kr. sem ÍSÍ og sérsamböndin, þ.á.m. sambandið sem hann er í forsvari, fá á hverju ári frá ríkinu. Framlög sveitarfélaganna til íþróttamála voru samkvæmt ársreikningi þeirra 37,3 ma.kr. árið 2024. Þau voru 35 ma.kr. árið 2023 og 31 ma.kr. árið 2022. Þessi framlög eru með því hæsta sem gerist á heimsvísu. Þau renna því miður ekki öll í almannaheill heldur í „football manager“ leiki misvitra stjórnarmanna innan hreyfingarinnar. Kristinn nefnir ekki þessar upphæðir í þessari tilraun sinni til að efna til enn einna átakanna á milli lista og menningar og íþróttanna. Glórulaus ákvarðanataka – hin raunverulega íþróttaskuld Sjálfboðaliðar eru ekki að hverfa frá íþróttahreyfingunni vegna skorts á framlögum hins opinbera. Ástæðurnar er því miður að finna innan hreyfingarinnar sjálfrar og þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið sl. ár. Körfuboltinn á Íslandi er líklega langbesta dæmið um þetta. Algjörlega ósjálfbær rekstur meistaraflokka, þar sem erlendir atvinnumenn hafa verið í nær öllum hlutverkum, hefur valdið gríðarlegum breytingum á umhverfi íþróttarinnar. Brottfall íslenskra leikmanna, leikmannanna sem almannaheillafélögin eru stofnuð í kringum, hefur verið mikið sl. átta ár. Sjálboðaliðarnir, sem Kristinn segir vera að hrökklast frá, koma hins vegar oftar en ekki til liðs við íþróttirnar í gegnum iðkendurna, þá sjálfa eða aðstandendur þeirra. Stjórn KKÍ, með formanninn í broddi fylkingar hunsaði ákvörðun þings körfuknattleikshreyfingarinnar vorið 2025. Þar reyndu félögin að vinda ofan af því villta vestri sem ríkti á leikmannamarkaðnum. Félögin samþykktu að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði við þrjá á vellinum í einu. Stjórnin breytti þeirri ákvörðun án samráðs í fjóra. Því til viðbótar fóru ýmsir stjórnarmenn hreyfingarinnar mikinn í lobbýisma fyrir því að veita erlendum leikmönnum ríkisborgararétt. Þannig fengu sjö erlendir leikmenn ríkisborgararétt í gegnum Alþingi vorið 2025. Sumir höfðu búið hér árum saman og eiga hér fjölskyldur, aðrir höfðu dvalið hér í skamman tíma. Allt gert til að fjölga erlendum atvinnumönnum á kostnað iðkenda úr hreyfingunni. Vandi íþróttahreyfingarinnar liggur ekki í ónógu fjárframlagi frá stjórnvöldum, heldur liggur vandinn að langmestu leyti í ósjálfbærum rekstri og skammsýni. Íþróttaskuldin er vissulega raunveruleg en hún er við ungt íþróttafólk sem forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa gleymt að er í raun eini tilgangur hennar að starfa fyrir. Höfundur er áhugamaður um körfubolta og sjálfboðaliði innan körfuboltahreyfingarinnar í 16 ár.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun