Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. júlí 2025 11:54 Karlalandsliðið mætir Ísrael á EM í lok ágúst. Vísir/Anton Brink Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. Landslið karla í körfubolta tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta ár þegar það heldur til Katowice í Póllandi í lok ágúst. Liðið tryggði sér sæti í gegnum undankeppnina í mars. Liðið dróst í riðil með Ísrael, ásamt Belgíu, Frakklandi, Slóveníu og gestgjöfum Póllands í lok mars og hefur legið fyrir síðan þá að fyrsti leikur liðsins yrði við Ísraela. Ísland og Ísrael eiga að mætast í fyrsta leik riðilsins í hádeginu þann 28. ágúst næst komandi en Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssambandið að sniðganga leikinn á grundvelli mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Í áskorun félagsins er meðal annars snert á Rússlandi og Belarús sem hefur verið meinuð þátttaka í alþjóðakeppni vegna innrásar í Úkraínu. Á sama grundvelli eigi að sniðganga Ísraela og hvetja til útilokun liða þaðan frá alþjóðlegri keppni. Bent er á að 270 palestínskir íþróttamenn hafi verið drepnir og 80 prósent íþróttainnviða Palestínu hafi verið lagðir í rúst. Íþróttahreyfingin sé ekki undanskilin ábyrgð þegar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum séu annars vegar. „Íþróttahreyfingin er ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvetur FÍP því KKÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísraels,“ „Forysta KKÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi,“ segir meðal annars í áskorun Félags Íslands-Palestínu til KKÍ. Handboltalandsliðið mætti Ísrael í vor Kvennalandslið Íslands í handbolta stóð frammi fyrir álíka ákvörðun í vor þegar liðið dróst með Ísrael í umspil um sæti á HM í vetur. Heimaleik Íslands þurfti að spila fyrir luktum dyrum á Ásvöllum vegna öryggiskrafna lögregluembættisins. Ísland lék báða leiki og vann umspilið örugglega og komst þannig á komandi heimsmeistaramót. Mótmæli fyrir utan Ásvelli vöktu athygli og þá sýndi kvennalandsliðið Palestínu táknrænan stuðning með því að hylja merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd, sem var á meðal helstu styrktaraðila HSÍ. Síðan þá hefur HSÍ slitið samstarfi við Rapyd. Landsliðið sendi eftir leikinn frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn þess kölluðu eftir útilokun Ísraels frá alþjóðlegri keppni . Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði liðsins, sagði þá hug leikmanna vera hjá fórnarlömbunum á Gaza í viðtali eftir leiki Íslands við Ísrael og ítrekaði kröfu íslenska liðsins um að Ísrael yrði meinuð þátttaka í alþjóðlegri keppni. Ákall Félagsins Ísland-Palestína má sjá í heild að neðan. Áskorun Félagsins Ísland - Palestína til Körfuknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í EM í ágúst 2025. Skv. mótaskrá KKÍ þá á landslið karla í körfuknattleik að leika gegn liði frá Ísrael þ. 28. ágúst n.k. Félagið Ísland - Palestína skorar á Körfuknattleikssambandið að leika ekki við lið Ísraels. Sniðganga gegn Ísrael Samtök Palestínumanna hafa sent beiðni til allra þjóða um að styðja baráttu þeirra með þátttöku í sniðgönguherferð gegn Ísrael. Sniðganga á sviði viðskipta, fjárfestinga, menningar og íþrótta er friðasamleg baráttuleið og sterkasta leiðin fyrir almenning og félagasamtök til að leggja baráttunni fyrir mannréttindum Palestínuþjóðarinnar lið. Félagið Ísland - Palestína telur að með sama hætti og íþróttahreyfingin hefur útilokað Rússland og Belarus frá þátttöku í íþróttamótum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu, þá beri KKÍ að aflýsa fyrirhuguðum leik gegn liði Ísraels vegna þjóðarmorðsins á Gaza og á Vesturbakkanum. Íþróttir og mannréttindi EUROMED mannréttindasamtökin, sem starfa í 30 löndum með 68 félagasamtök innanborðs (þ.á.m. Amnesty International og Human Rights Watch) hafa krafist aðgerða af hálfu Alþjóða Ólympíunefndarinnar í ljósi þess að Ísraelsher hefur drepið yfir 270 palestínska íþróttamenn og eyðilagt rúmlega áttatíu prósent af íþróttamannvirkjum á Gazaströndinni. Ísraelsher hefur eyðilagt knattspyrnuvelli, íþróttamiðstöðvar, 22 sundlaugar, 12 yfirbyggða íþróttasali fyrir körfubolta, blak og handbolta. Sex tennisleikvangar hafi verið sprengdir og eyðilagðir, 28 líkamsræktarstöðvar hafa einnig verið lagðar í rúst. Í ljósi allra þessara brota gegn mannréttindum íþróttafólks í Palestínu er það skylda íþróttafélaga og íþróttasambanda um allan heim að grípa til aðgerða gagnvart Ísrael og framfylgja þannig lögum og sáttmálum alþjóða íþróttahreyfingarinnar. Í íþróttasáttmála Evrópuráðsins (6. grein) segir: „Allir hagsmunaaðilar skulu virða og vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og grundvallarfrelsi [...] þeirra sem taka þátt í eða verða fyrir áhrifum af íþróttatengdri starfsemi.“ Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Ísrael hefur brotið alþjóðalög - Ísrael hefur með framferði sínu brotið lög og samninga um mannréttindi sem gilda í milliríkjasamskiptum og kveðið er á í Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna. - Ísrael hefur hersetið land Palestínumanna í 78 ár. - Ísrael hefur byggt ólöglegar landtökubyggðir á landi Palestínu og Sýrlands. - Ísrael hefur drepið a.m.k. 60,000 Gazabúa, þar af yfir 20,000 börn í yfirstandandi árás. Þúsundir eru enn grafin undir rústum heimila sinna. Bandarískir læknar sem hafa starfað á Gaza telja að allt að 119,000 Gazabúar hafi fallið og þar af um 67,000 vegna hungurs og vosbúðar. (https://www.gazahealthcareletters.org/usa-letter-oct-2-2024) - Ísrael ræðst gegn stofnunum SÞ, hindrar starfsemi þeirra, eyðileggur eignir og drepur starfsmenn samtakanna. - Ísrael eyðileggur sjúkrahús bæði á Gaza og í Líbanon, drepur og handtekur lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilsgæslunnar á Gaza. - Flugskeytaárásir og stórskotalið Ísraelshers hefur eyðilagt rúmlega helming sjúkrahúsa á Gaza, 87% heimila, 88% skóla, 75% allra samgöngumannvirkja og 68% landbúnaðarsvæða á Gaza eru ónothæf. - Ísrael hindrar aðflutning matar, lyfja, vatns, og annarra nauðþurfta til íbúa Gaza. „Þetta er greinilegt neyðarástand sem er að gerast fyrir augum okkar, fyrir framan sjónvarpsskjáina okkar,“ sagði Ross Smith, forstöðumaður neyðarástands hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Yfir hundrað börn hafa þegar dáið úr hungri og þúsundir eru það langt leidd í svelti að þeim er vart hugað líf. Langtímasvelti hefur varnaleg áhrif á líf og þroska barna. - Ísraelsher hefur drepið yfir 250 fréttamenn á Gaza. Hvert stefnir? Stjórnvöld Ísraels hyggjast stækka ólöglegar landránsbyggðir í Gólanhæðunum í Sýrland, á Vesturbakkanum og á Gazaströndinni. Ísraelsstjórn hefur engar áætlanir um framtíð Palestínumanna og framtíð Ísraelsmanna sjálfra aðrar en áframhaldandi landrán, kúgun og manndráp. Þetta sýnir að þrátt fyrir tímabundið vopnahlé mun ástandið eingöngu versna nema alþjóðasamfélagið, samtök almennings og alþýða um allan heim grípi í taumana. Afstaða alþjóðadómstóla og alþjóðlegra mannréttindasamtaka Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels og fyrrum varnarmálaráðherra sökum þess að stjórnvöld Ísraels hafa beitt hungri í hernaði sem eru glæpur gegn mannúð. Alþjóðadómstóllinn (ICJ), æðsti dómstóll SÞ, hefur lýst því að hernaður Ísraelsmanna á Gaza sé líklegt þjóðarmorð og krafist þess að hernaðurinn sé stöðvaður tafarlaust. Alþjóðadómstóllinn hefur lýst hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza ólöglegt og beri að aflétta því tafarlaust og greiða bætur fyrir þann miska sem Ísrael hefur valdið Palestínumönnum á fimm áratugum. Dómstóllin hefur einnig, í samræmi við ákvæði alþjóðsamninga, bent á skyldur ríkja SÞ að vinna gegn hernáminu. Ísland er smáríki og byggir tilveru sína á að alþjóðasamningum um mannréttindi og rétt ríkja sé framfylgt. Amnesty International telur að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og að Ísrael sé ríki aðkilnaðarstefnu (Apartheid). Human Rights Watch telur að Ísrael sé ríki aðskilnaðarstefnu og fremji þjóðarmorð á Gaza. B'T Selem, stærstu mannréttindasamtök Ísraels, segja að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og ennfremfur að í Ísrael ríki aðskilnaðarstefna. Samtökin Læknar án landamæra birtu nýlega skýrsluna „Dauðagildran Gaza“. Þar segir að augljós merki séu um þjóðernishreinsanir Ísraela gegn Palestínumönnum í norðurhluta Gaza. Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir og aðskilnaðarstefnu sem glæpi gegn mannkyni. Afstaðan til mannréttinda Þjóðir heims standa nú frammi fyrir vali: - að styðja hreyfingar og samtök sem berjast gegn þjóðarmorði - fyrir mannréttindum og frelsi óháð þjóðerni, trú, litarhætti hinna kúguðu - að láta þjóðarmorðið afskiptalaust og þar með styðja það í raun. - það er engin þriðja leið nema beinn stuðningur við árásaraðilann. Íþróttahreyfingin er ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvetur FÍP því KKÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísraels. Forysta KKÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi. Hjálmtýr Heiðdalformaður Félagsins Ísland - Palestínapalestina@palestina.iswww.palestina.is Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína KKÍ HSÍ Körfubolti Handbolti EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Landslið karla í körfubolta tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta ár þegar það heldur til Katowice í Póllandi í lok ágúst. Liðið tryggði sér sæti í gegnum undankeppnina í mars. Liðið dróst í riðil með Ísrael, ásamt Belgíu, Frakklandi, Slóveníu og gestgjöfum Póllands í lok mars og hefur legið fyrir síðan þá að fyrsti leikur liðsins yrði við Ísraela. Ísland og Ísrael eiga að mætast í fyrsta leik riðilsins í hádeginu þann 28. ágúst næst komandi en Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssambandið að sniðganga leikinn á grundvelli mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Í áskorun félagsins er meðal annars snert á Rússlandi og Belarús sem hefur verið meinuð þátttaka í alþjóðakeppni vegna innrásar í Úkraínu. Á sama grundvelli eigi að sniðganga Ísraela og hvetja til útilokun liða þaðan frá alþjóðlegri keppni. Bent er á að 270 palestínskir íþróttamenn hafi verið drepnir og 80 prósent íþróttainnviða Palestínu hafi verið lagðir í rúst. Íþróttahreyfingin sé ekki undanskilin ábyrgð þegar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum séu annars vegar. „Íþróttahreyfingin er ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvetur FÍP því KKÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísraels,“ „Forysta KKÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi,“ segir meðal annars í áskorun Félags Íslands-Palestínu til KKÍ. Handboltalandsliðið mætti Ísrael í vor Kvennalandslið Íslands í handbolta stóð frammi fyrir álíka ákvörðun í vor þegar liðið dróst með Ísrael í umspil um sæti á HM í vetur. Heimaleik Íslands þurfti að spila fyrir luktum dyrum á Ásvöllum vegna öryggiskrafna lögregluembættisins. Ísland lék báða leiki og vann umspilið örugglega og komst þannig á komandi heimsmeistaramót. Mótmæli fyrir utan Ásvelli vöktu athygli og þá sýndi kvennalandsliðið Palestínu táknrænan stuðning með því að hylja merki ísraelska fyrirtækisins Rapyd, sem var á meðal helstu styrktaraðila HSÍ. Síðan þá hefur HSÍ slitið samstarfi við Rapyd. Landsliðið sendi eftir leikinn frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn þess kölluðu eftir útilokun Ísraels frá alþjóðlegri keppni . Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði liðsins, sagði þá hug leikmanna vera hjá fórnarlömbunum á Gaza í viðtali eftir leiki Íslands við Ísrael og ítrekaði kröfu íslenska liðsins um að Ísrael yrði meinuð þátttaka í alþjóðlegri keppni. Ákall Félagsins Ísland-Palestína má sjá í heild að neðan. Áskorun Félagsins Ísland - Palestína til Körfuknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í EM í ágúst 2025. Skv. mótaskrá KKÍ þá á landslið karla í körfuknattleik að leika gegn liði frá Ísrael þ. 28. ágúst n.k. Félagið Ísland - Palestína skorar á Körfuknattleikssambandið að leika ekki við lið Ísraels. Sniðganga gegn Ísrael Samtök Palestínumanna hafa sent beiðni til allra þjóða um að styðja baráttu þeirra með þátttöku í sniðgönguherferð gegn Ísrael. Sniðganga á sviði viðskipta, fjárfestinga, menningar og íþrótta er friðasamleg baráttuleið og sterkasta leiðin fyrir almenning og félagasamtök til að leggja baráttunni fyrir mannréttindum Palestínuþjóðarinnar lið. Félagið Ísland - Palestína telur að með sama hætti og íþróttahreyfingin hefur útilokað Rússland og Belarus frá þátttöku í íþróttamótum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu, þá beri KKÍ að aflýsa fyrirhuguðum leik gegn liði Ísraels vegna þjóðarmorðsins á Gaza og á Vesturbakkanum. Íþróttir og mannréttindi EUROMED mannréttindasamtökin, sem starfa í 30 löndum með 68 félagasamtök innanborðs (þ.á.m. Amnesty International og Human Rights Watch) hafa krafist aðgerða af hálfu Alþjóða Ólympíunefndarinnar í ljósi þess að Ísraelsher hefur drepið yfir 270 palestínska íþróttamenn og eyðilagt rúmlega áttatíu prósent af íþróttamannvirkjum á Gazaströndinni. Ísraelsher hefur eyðilagt knattspyrnuvelli, íþróttamiðstöðvar, 22 sundlaugar, 12 yfirbyggða íþróttasali fyrir körfubolta, blak og handbolta. Sex tennisleikvangar hafi verið sprengdir og eyðilagðir, 28 líkamsræktarstöðvar hafa einnig verið lagðar í rúst. Í ljósi allra þessara brota gegn mannréttindum íþróttafólks í Palestínu er það skylda íþróttafélaga og íþróttasambanda um allan heim að grípa til aðgerða gagnvart Ísrael og framfylgja þannig lögum og sáttmálum alþjóða íþróttahreyfingarinnar. Í íþróttasáttmála Evrópuráðsins (6. grein) segir: „Allir hagsmunaaðilar skulu virða og vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og grundvallarfrelsi [...] þeirra sem taka þátt í eða verða fyrir áhrifum af íþróttatengdri starfsemi.“ Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Ísrael hefur brotið alþjóðalög - Ísrael hefur með framferði sínu brotið lög og samninga um mannréttindi sem gilda í milliríkjasamskiptum og kveðið er á í Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna. - Ísrael hefur hersetið land Palestínumanna í 78 ár. - Ísrael hefur byggt ólöglegar landtökubyggðir á landi Palestínu og Sýrlands. - Ísrael hefur drepið a.m.k. 60,000 Gazabúa, þar af yfir 20,000 börn í yfirstandandi árás. Þúsundir eru enn grafin undir rústum heimila sinna. Bandarískir læknar sem hafa starfað á Gaza telja að allt að 119,000 Gazabúar hafi fallið og þar af um 67,000 vegna hungurs og vosbúðar. (https://www.gazahealthcareletters.org/usa-letter-oct-2-2024) - Ísrael ræðst gegn stofnunum SÞ, hindrar starfsemi þeirra, eyðileggur eignir og drepur starfsmenn samtakanna. - Ísrael eyðileggur sjúkrahús bæði á Gaza og í Líbanon, drepur og handtekur lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilsgæslunnar á Gaza. - Flugskeytaárásir og stórskotalið Ísraelshers hefur eyðilagt rúmlega helming sjúkrahúsa á Gaza, 87% heimila, 88% skóla, 75% allra samgöngumannvirkja og 68% landbúnaðarsvæða á Gaza eru ónothæf. - Ísrael hindrar aðflutning matar, lyfja, vatns, og annarra nauðþurfta til íbúa Gaza. „Þetta er greinilegt neyðarástand sem er að gerast fyrir augum okkar, fyrir framan sjónvarpsskjáina okkar,“ sagði Ross Smith, forstöðumaður neyðarástands hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Yfir hundrað börn hafa þegar dáið úr hungri og þúsundir eru það langt leidd í svelti að þeim er vart hugað líf. Langtímasvelti hefur varnaleg áhrif á líf og þroska barna. - Ísraelsher hefur drepið yfir 250 fréttamenn á Gaza. Hvert stefnir? Stjórnvöld Ísraels hyggjast stækka ólöglegar landránsbyggðir í Gólanhæðunum í Sýrland, á Vesturbakkanum og á Gazaströndinni. Ísraelsstjórn hefur engar áætlanir um framtíð Palestínumanna og framtíð Ísraelsmanna sjálfra aðrar en áframhaldandi landrán, kúgun og manndráp. Þetta sýnir að þrátt fyrir tímabundið vopnahlé mun ástandið eingöngu versna nema alþjóðasamfélagið, samtök almennings og alþýða um allan heim grípi í taumana. Afstaða alþjóðadómstóla og alþjóðlegra mannréttindasamtaka Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels og fyrrum varnarmálaráðherra sökum þess að stjórnvöld Ísraels hafa beitt hungri í hernaði sem eru glæpur gegn mannúð. Alþjóðadómstóllinn (ICJ), æðsti dómstóll SÞ, hefur lýst því að hernaður Ísraelsmanna á Gaza sé líklegt þjóðarmorð og krafist þess að hernaðurinn sé stöðvaður tafarlaust. Alþjóðadómstóllinn hefur lýst hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza ólöglegt og beri að aflétta því tafarlaust og greiða bætur fyrir þann miska sem Ísrael hefur valdið Palestínumönnum á fimm áratugum. Dómstóllin hefur einnig, í samræmi við ákvæði alþjóðsamninga, bent á skyldur ríkja SÞ að vinna gegn hernáminu. Ísland er smáríki og byggir tilveru sína á að alþjóðasamningum um mannréttindi og rétt ríkja sé framfylgt. Amnesty International telur að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og að Ísrael sé ríki aðkilnaðarstefnu (Apartheid). Human Rights Watch telur að Ísrael sé ríki aðskilnaðarstefnu og fremji þjóðarmorð á Gaza. B'T Selem, stærstu mannréttindasamtök Ísraels, segja að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og ennfremfur að í Ísrael ríki aðskilnaðarstefna. Samtökin Læknar án landamæra birtu nýlega skýrsluna „Dauðagildran Gaza“. Þar segir að augljós merki séu um þjóðernishreinsanir Ísraela gegn Palestínumönnum í norðurhluta Gaza. Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir og aðskilnaðarstefnu sem glæpi gegn mannkyni. Afstaðan til mannréttinda Þjóðir heims standa nú frammi fyrir vali: - að styðja hreyfingar og samtök sem berjast gegn þjóðarmorði - fyrir mannréttindum og frelsi óháð þjóðerni, trú, litarhætti hinna kúguðu - að láta þjóðarmorðið afskiptalaust og þar með styðja það í raun. - það er engin þriðja leið nema beinn stuðningur við árásaraðilann. Íþróttahreyfingin er ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvetur FÍP því KKÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísraels. Forysta KKÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi. Hjálmtýr Heiðdalformaður Félagsins Ísland - Palestínapalestina@palestina.iswww.palestina.is
Áskorun Félagsins Ísland - Palestína til Körfuknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í EM í ágúst 2025. Skv. mótaskrá KKÍ þá á landslið karla í körfuknattleik að leika gegn liði frá Ísrael þ. 28. ágúst n.k. Félagið Ísland - Palestína skorar á Körfuknattleikssambandið að leika ekki við lið Ísraels. Sniðganga gegn Ísrael Samtök Palestínumanna hafa sent beiðni til allra þjóða um að styðja baráttu þeirra með þátttöku í sniðgönguherferð gegn Ísrael. Sniðganga á sviði viðskipta, fjárfestinga, menningar og íþrótta er friðasamleg baráttuleið og sterkasta leiðin fyrir almenning og félagasamtök til að leggja baráttunni fyrir mannréttindum Palestínuþjóðarinnar lið. Félagið Ísland - Palestína telur að með sama hætti og íþróttahreyfingin hefur útilokað Rússland og Belarus frá þátttöku í íþróttamótum vegna árásar þeirra gegn Úkraínu, þá beri KKÍ að aflýsa fyrirhuguðum leik gegn liði Ísraels vegna þjóðarmorðsins á Gaza og á Vesturbakkanum. Íþróttir og mannréttindi EUROMED mannréttindasamtökin, sem starfa í 30 löndum með 68 félagasamtök innanborðs (þ.á.m. Amnesty International og Human Rights Watch) hafa krafist aðgerða af hálfu Alþjóða Ólympíunefndarinnar í ljósi þess að Ísraelsher hefur drepið yfir 270 palestínska íþróttamenn og eyðilagt rúmlega áttatíu prósent af íþróttamannvirkjum á Gazaströndinni. Ísraelsher hefur eyðilagt knattspyrnuvelli, íþróttamiðstöðvar, 22 sundlaugar, 12 yfirbyggða íþróttasali fyrir körfubolta, blak og handbolta. Sex tennisleikvangar hafi verið sprengdir og eyðilagðir, 28 líkamsræktarstöðvar hafa einnig verið lagðar í rúst. Í ljósi allra þessara brota gegn mannréttindum íþróttafólks í Palestínu er það skylda íþróttafélaga og íþróttasambanda um allan heim að grípa til aðgerða gagnvart Ísrael og framfylgja þannig lögum og sáttmálum alþjóða íþróttahreyfingarinnar. Í íþróttasáttmála Evrópuráðsins (6. grein) segir: „Allir hagsmunaaðilar skulu virða og vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi og grundvallarfrelsi [...] þeirra sem taka þátt í eða verða fyrir áhrifum af íþróttatengdri starfsemi.“ Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“ Ísrael hefur brotið alþjóðalög - Ísrael hefur með framferði sínu brotið lög og samninga um mannréttindi sem gilda í milliríkjasamskiptum og kveðið er á í Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna. - Ísrael hefur hersetið land Palestínumanna í 78 ár. - Ísrael hefur byggt ólöglegar landtökubyggðir á landi Palestínu og Sýrlands. - Ísrael hefur drepið a.m.k. 60,000 Gazabúa, þar af yfir 20,000 börn í yfirstandandi árás. Þúsundir eru enn grafin undir rústum heimila sinna. Bandarískir læknar sem hafa starfað á Gaza telja að allt að 119,000 Gazabúar hafi fallið og þar af um 67,000 vegna hungurs og vosbúðar. (https://www.gazahealthcareletters.org/usa-letter-oct-2-2024) - Ísrael ræðst gegn stofnunum SÞ, hindrar starfsemi þeirra, eyðileggur eignir og drepur starfsmenn samtakanna. - Ísrael eyðileggur sjúkrahús bæði á Gaza og í Líbanon, drepur og handtekur lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilsgæslunnar á Gaza. - Flugskeytaárásir og stórskotalið Ísraelshers hefur eyðilagt rúmlega helming sjúkrahúsa á Gaza, 87% heimila, 88% skóla, 75% allra samgöngumannvirkja og 68% landbúnaðarsvæða á Gaza eru ónothæf. - Ísrael hindrar aðflutning matar, lyfja, vatns, og annarra nauðþurfta til íbúa Gaza. „Þetta er greinilegt neyðarástand sem er að gerast fyrir augum okkar, fyrir framan sjónvarpsskjáina okkar,“ sagði Ross Smith, forstöðumaður neyðarástands hjá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Yfir hundrað börn hafa þegar dáið úr hungri og þúsundir eru það langt leidd í svelti að þeim er vart hugað líf. Langtímasvelti hefur varnaleg áhrif á líf og þroska barna. - Ísraelsher hefur drepið yfir 250 fréttamenn á Gaza. Hvert stefnir? Stjórnvöld Ísraels hyggjast stækka ólöglegar landránsbyggðir í Gólanhæðunum í Sýrland, á Vesturbakkanum og á Gazaströndinni. Ísraelsstjórn hefur engar áætlanir um framtíð Palestínumanna og framtíð Ísraelsmanna sjálfra aðrar en áframhaldandi landrán, kúgun og manndráp. Þetta sýnir að þrátt fyrir tímabundið vopnahlé mun ástandið eingöngu versna nema alþjóðasamfélagið, samtök almennings og alþýða um allan heim grípi í taumana. Afstaða alþjóðadómstóla og alþjóðlegra mannréttindasamtaka Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipun gegn forsætisráðherra Ísraels og fyrrum varnarmálaráðherra sökum þess að stjórnvöld Ísraels hafa beitt hungri í hernaði sem eru glæpur gegn mannúð. Alþjóðadómstóllinn (ICJ), æðsti dómstóll SÞ, hefur lýst því að hernaður Ísraelsmanna á Gaza sé líklegt þjóðarmorð og krafist þess að hernaðurinn sé stöðvaður tafarlaust. Alþjóðadómstóllinn hefur lýst hernám Ísraels á Vesturbakkanum og Gaza ólöglegt og beri að aflétta því tafarlaust og greiða bætur fyrir þann miska sem Ísrael hefur valdið Palestínumönnum á fimm áratugum. Dómstóllin hefur einnig, í samræmi við ákvæði alþjóðsamninga, bent á skyldur ríkja SÞ að vinna gegn hernáminu. Ísland er smáríki og byggir tilveru sína á að alþjóðasamningum um mannréttindi og rétt ríkja sé framfylgt. Amnesty International telur að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og að Ísrael sé ríki aðkilnaðarstefnu (Apartheid). Human Rights Watch telur að Ísrael sé ríki aðskilnaðarstefnu og fremji þjóðarmorð á Gaza. B'T Selem, stærstu mannréttindasamtök Ísraels, segja að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza og ennfremfur að í Ísrael ríki aðskilnaðarstefna. Samtökin Læknar án landamæra birtu nýlega skýrsluna „Dauðagildran Gaza“. Þar segir að augljós merki séu um þjóðernishreinsanir Ísraela gegn Palestínumönnum í norðurhluta Gaza. Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir og aðskilnaðarstefnu sem glæpi gegn mannkyni. Afstaðan til mannréttinda Þjóðir heims standa nú frammi fyrir vali: - að styðja hreyfingar og samtök sem berjast gegn þjóðarmorði - fyrir mannréttindum og frelsi óháð þjóðerni, trú, litarhætti hinna kúguðu - að láta þjóðarmorðið afskiptalaust og þar með styðja það í raun. - það er engin þriðja leið nema beinn stuðningur við árásaraðilann. Íþróttahreyfingin er ekki undanskilin samfélagslegri ábyrgð og hvetur FÍP því KKÍ til að taka skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði og aflýsa fyrirhuguðum leik við lið Ísraels. Forysta KKÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi. Hjálmtýr Heiðdalformaður Félagsins Ísland - Palestínapalestina@palestina.iswww.palestina.is
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína KKÍ HSÍ Körfubolti Handbolti EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira