HSÍ

Fréttamynd

Snið­ganga var rædd innan HSÍ

„Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

„Við völdum okkur ekki and­stæðinga“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðskonum borist skila­boð og sagðar styðja Ísrael

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Ekki leika þennan leik“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær lang­mest

Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband.

Fótbolti
Fréttamynd

Gagn­rýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“

Þjálfaramál ís­lenska karla­lands­liðsins í hand­bolta, eða öllu heldur vinnu­brögð HSÍ í síðustu þjálfara­leit sam­bandsins, voru til um­ræðu í Fram­lengingunni hjá RÚV þar sem að nýaf­staðið HM var gert upp og mátti heyra að sér­fræðingar þáttarins, allt fyrr­verandi lands­liðs­menn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar.

Handbolti
Fréttamynd

Skrif Víðis „von­brigði“ en málinu lokið

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu.

Handbolti
Fréttamynd

Grein Morgun­blaðsins til skammar

Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni.

Sport
Fréttamynd

Geta í­þróttir bjargað manns­lífum?

Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun til Hand­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands: Ekki keppa við lið Ís­raels um sæti í Evrópu­móti kvenna í hand­bolta í apríl 2025

Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“

Skoðun
Fréttamynd

Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad

Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb.

Handbolti
Fréttamynd

Gapandi hissa á „kata­strófu“ í leik Ís­lands: „Hvaða grín er þetta?“

Sér­fræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á at­viki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Græn­höfða­eyjar á HM í hand­bolta í gær. Nú­merið og nafn Sveins Jóhans­sonar, línu­manns Ís­lands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var vara­treyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundar­fjórðung leiksins.

Handbolti