Stéttarfélög Guðjón endurkjörinn og Simon líka Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) til næstu fjögurra ára. Mótframbjóðandi hans, Simon Cramer Larsen, var endurkjörinn til stjórnar. Kosið var í fjögur embætti stjórnar á sama tíma og kosið var um formann. Innlent 29.1.2026 12:32 „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. Viðskipti innlent 29.1.2026 11:12 Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. Innlent 29.1.2026 08:32 Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Aukin veikindaforföll hjá hinu opinbera eru ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála heldur kerfislægra. Þetta segir hagfræðingur hjá BHM sem stóð að nýrri greiningu á veikindaforföllum og streitu á vinnumarkaði á Íslandi í samanburði við þróunina á Norðurlöndum. Innlent 27.1.2026 14:30 Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR. Innlent 27.1.2026 14:18 Breytum viðhorfi til veikindaréttar Hjá Visku stéttarfélagi er virkni og endurkoma kjarninn í allri ráðgjöf um veikindarétt á vinnumarkaði. Markmiðið er einfalt; að félagsfólk nýti réttinn með það fyrir augum að ná bata og komast aftur til virkrar þátttöku í lífi og starfi. Skoðun 27.1.2026 07:02 Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Of einföld mynd hefur verið dregin upp af veikindaforföllum á vinnumarkaði og látið að því liggja að þau séu einstaklingsbundin heilbrigðisvandamál. Nýjustu gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmerku benda hinsvegar til þess að kerfislægar ástæður liggi að baki, álag, mannekla og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi þar sem streita, kvíði og þunglyndi vegi sífellt þyngra. Innlent 26.1.2026 16:46 „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ „Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega. Innlent 26.1.2026 14:09 Ein í framboði og áfram formaður Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars. Innlent 26.1.2026 12:37 „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði. Innlent 23.1.2026 14:29 Halla slær á putta handboltahetjunnar Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út. Innlent 22.1.2026 11:08 Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Verðbólga gæti sprengt hina svokölluðu „stöðugleikasamninga“ strax í haust. Í lok árs mældist verðbólga 4,5 prósent og Landsbankinn spáir verðbólgu upp á 5,1 prósent í janúar og Arion spaír 4,9 prósent. Forsenduákvæði kjarasamninganna sem skrifað var undir 2024 miða við 4,7 prósent. Innlent 18.1.2026 11:47 Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14.1.2026 21:44 Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Við þekkjum þetta öll. Það er gott að hittast, ræða saman og deila sögum. Oft heyrum við sömu sögurnar aftur og aftur. Í raun má segja hið sama um umræðuna um framhaldsskólann. Skoðun 14.1.2026 11:02 Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Viðskipti innlent 7.1.2026 11:05 Kvennaár og hvað svo? Á Kvennaári 2025 höfum við tekið saman tölfræði og sett í samhengi við kröfur kvennaárs. Kröfurnar varða aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun, jafna fjölskylduábyrgð og uppræta kynbundið ofbeldi. Greinarnar okkar sýna að þegar gögn eru rýnd í samhengi verður kynbundið ójafnrétti skýrara, ekki sem einstök frávik heldur sem afleiðing samverkandi þátta á mörgum sviðum samfélagsins. Skoðun 30.12.2025 09:02 Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Innlent 30.12.2025 08:24 Magnús Þór sjálfkjörinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn. Innlent 18.12.2025 23:13 Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Í ár 2025 útskrifuðust 105 nýsveinar í pípulögnum, sem er metfjöldi. Skoðun 16.12.2025 14:30 Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót. Innlent 10.12.2025 06:30 Lögmaður á villigötum – eða hvað? Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Skoðun 4.12.2025 18:00 Lögmaður á villigötum Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Skoðun 4.12.2025 11:01 Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hvetja fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands sameiginlega til þess að rýmka lánþegaskilyrði fyrstu kaupenda enn frekar. Nefndin kemur saman til fundar á morgun. Innlent 2.12.2025 14:05 Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Kristrún Frostadóttir birti færslu á Facebook í tilefni fullveldisdags Íslands. Þar viðrar hún hugmynd sína um að dagurinn ætti að vera rauður dagur. Innlent 1.12.2025 17:09 „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. Atvinnulíf 29.11.2025 10:01 Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. Innlent 20.11.2025 16:38 Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. Innlent 18.11.2025 07:49 Milljarðakostnaður sérfræðinga Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Skoðun 15.11.2025 07:30 Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik. Innlent 6.11.2025 15:03 Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6.11.2025 11:40 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 34 ›
Guðjón endurkjörinn og Simon líka Guðjón Hreinn Hauksson var endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) til næstu fjögurra ára. Mótframbjóðandi hans, Simon Cramer Larsen, var endurkjörinn til stjórnar. Kosið var í fjögur embætti stjórnar á sama tíma og kosið var um formann. Innlent 29.1.2026 12:32
„Menn voru hér með einhverja sleggju“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fregnir af verulega aukinni verðbólgu hafa slegið hann kylliflatan í morgun og nánast steinrotað. Aukning verðbólgu sé í andstöðu við markmið hinna svokölluðu stöðugleikasamninga, sem hafi átt að byggja á því að allir reru í sömu átt til þess að ná verðbólgu niður. „Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þessu,“ segir hann og vísar til hækkunar gjalda sem tóku gildi um áramót. Viðskipti innlent 29.1.2026 11:12
Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. Innlent 29.1.2026 08:32
Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Aukin veikindaforföll hjá hinu opinbera eru ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála heldur kerfislægra. Þetta segir hagfræðingur hjá BHM sem stóð að nýrri greiningu á veikindaforföllum og streitu á vinnumarkaði á Íslandi í samanburði við þróunina á Norðurlöndum. Innlent 27.1.2026 14:30
Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR. Innlent 27.1.2026 14:18
Breytum viðhorfi til veikindaréttar Hjá Visku stéttarfélagi er virkni og endurkoma kjarninn í allri ráðgjöf um veikindarétt á vinnumarkaði. Markmiðið er einfalt; að félagsfólk nýti réttinn með það fyrir augum að ná bata og komast aftur til virkrar þátttöku í lífi og starfi. Skoðun 27.1.2026 07:02
Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Of einföld mynd hefur verið dregin upp af veikindaforföllum á vinnumarkaði og látið að því liggja að þau séu einstaklingsbundin heilbrigðisvandamál. Nýjustu gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmerku benda hinsvegar til þess að kerfislægar ástæður liggi að baki, álag, mannekla og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi þar sem streita, kvíði og þunglyndi vegi sífellt þyngra. Innlent 26.1.2026 16:46
„Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ „Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega. Innlent 26.1.2026 14:09
Ein í framboði og áfram formaður Sólveig Anna Jónsdóttir verður áfram formaður Eflingar stéttarfélags næstu tvö árin. Þá telst listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs sjálfkjörinn. Þetta varð ljóst í hádeginu eftir að engir aðrir framboðslistar bárust. Ný stjórn tekur við á aðalfundi 26. mars. Innlent 26.1.2026 12:37
„Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði. Innlent 23.1.2026 14:29
Halla slær á putta handboltahetjunnar Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út. Innlent 22.1.2026 11:08
Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Verðbólga gæti sprengt hina svokölluðu „stöðugleikasamninga“ strax í haust. Í lok árs mældist verðbólga 4,5 prósent og Landsbankinn spáir verðbólgu upp á 5,1 prósent í janúar og Arion spaír 4,9 prósent. Forsenduákvæði kjarasamninganna sem skrifað var undir 2024 miða við 4,7 prósent. Innlent 18.1.2026 11:47
Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14.1.2026 21:44
Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Við þekkjum þetta öll. Það er gott að hittast, ræða saman og deila sögum. Oft heyrum við sömu sögurnar aftur og aftur. Í raun má segja hið sama um umræðuna um framhaldsskólann. Skoðun 14.1.2026 11:02
Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Viðskipti innlent 7.1.2026 11:05
Kvennaár og hvað svo? Á Kvennaári 2025 höfum við tekið saman tölfræði og sett í samhengi við kröfur kvennaárs. Kröfurnar varða aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun, jafna fjölskylduábyrgð og uppræta kynbundið ofbeldi. Greinarnar okkar sýna að þegar gögn eru rýnd í samhengi verður kynbundið ójafnrétti skýrara, ekki sem einstök frávik heldur sem afleiðing samverkandi þátta á mörgum sviðum samfélagsins. Skoðun 30.12.2025 09:02
Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Innlent 30.12.2025 08:24
Magnús Þór sjálfkjörinn Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn. Innlent 18.12.2025 23:13
Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Í ár 2025 útskrifuðust 105 nýsveinar í pípulögnum, sem er metfjöldi. Skoðun 16.12.2025 14:30
Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót. Innlent 10.12.2025 06:30
Lögmaður á villigötum – eða hvað? Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Skoðun 4.12.2025 18:00
Lögmaður á villigötum Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Skoðun 4.12.2025 11:01
Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hvetja fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands sameiginlega til þess að rýmka lánþegaskilyrði fyrstu kaupenda enn frekar. Nefndin kemur saman til fundar á morgun. Innlent 2.12.2025 14:05
Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Kristrún Frostadóttir birti færslu á Facebook í tilefni fullveldisdags Íslands. Þar viðrar hún hugmynd sína um að dagurinn ætti að vera rauður dagur. Innlent 1.12.2025 17:09
„Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. Atvinnulíf 29.11.2025 10:01
Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. Innlent 20.11.2025 16:38
Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. Innlent 18.11.2025 07:49
Milljarðakostnaður sérfræðinga Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Skoðun 15.11.2025 07:30
Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik. Innlent 6.11.2025 15:03
Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6.11.2025 11:40
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti